Það fór ekki mikið fyrir því í fjölmiðlum en síðast liðinn föstudag þá tilkynnti Reykjavíkurborg um val sitt á þeim íþróttamönnum og íþróttaliðum sem skarað hafa fram úr á árinu 2017.
Reykjavíkurborg velur Íþróttalið 2017, Íþróttakarl 2017 og Íþróttakonu 2017.
Fram átti þarna sína fulltrúa.
Steinunn Björnsdóttir var tilnefnd sem Íþróttakona Reykjavíkur 2017.
Meistaraflokkur kvenna Fram í handbolta var tilnefnt sem eitt af Íþróttaliðum Reykjavíkur 2017.
Flott viðurkenning á góðum árangri meistaraflokks kvenna og Steinunnar á árinu sem er að líða.
Til hamingju FRAM konur.
ÁFRAM FRAM