fbpx
Þórey Rósa vefur

Þórey Rósa Stefánsdóttir valinn handknattleikskona ársins 2017

Handknattleikskona ársins 2017 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík og leikmaður A landsliðs kvenna.

Þórey Rósa er 28 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig sumarið 2013 til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Nú í sumar flutti Þórey heim og gekk til liðs við Fram á nýjan leik.

Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 83 landsleiki og skorað í þeim 211 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk.

Eftir að hafa tekið þátt í toppbaráttunni í Noregi er Þórey Rósa aftur kominn heim til Íslands þar sem hún hefur nú þegar heillað íslenska áhorfendur, hvort sem er á leikjum í Olísdeildinni eða með íslenska landsliðinu.

Til hamingju Þórey Rósa.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!