fbpx
Guðrún Ósk Íþróttamaður FRAM vefur

Guðrún Ósk Maríasdóttir íþróttamaður FRAM 2017

Guðrún Ósk Maríasdóttir var í dag valinn íþróttamaður FRAM 2017.

Guðrún Ósk er fædd 1989.  Hún kom upphaflega til FRAM haustið 2011 en tók sér síðan smá frí vegna barneigna en kom aftur til liðs til FRAM haustið 2015.

Guðrún Ósk hefur verið aðalmarkmaður FRAM þessi ár og staðið milli stanganna í flestum ef ekki öllum leikjum FRAM á þessum árum.  Hefur ekki misst úr leik.

Guðrún Ósk fékk viðurkenningu frá FRAM s.l. vor fyrir að hafa leikið yfir 100 leiki fyrir FRAM í meistaraflokki.

Guðrún Ósk stóð sig frábærleg síðast liðin vetur og var einn af máttarstólpum FRAM sem varð svo eftirminnilega Íslandsmeistari í vor. Á þessu keppnisári hefur Guðrún leikið manna best og oftar en ekki ráðið úrslitum leikja FRAM í vetur.

Guðrún Ósk hefur átt fast sæti í A-landsliði kvenna undanfarin ár og hefur leikið alls 34 leiki með liðinu.

Guðrún Ósk var valinn mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna á lokahófi handboltans s.l. vor.

Guðrún Ósk var einnig valinn besti markmaður OLÍS-deildar kvenna 2016 – 2017 á lokhófi HSÍ s.l. vor.

Guðrún Ósk er sá leikmaður sem alltaf leggur sig 100 % fram á æfingum og leikjum og er leikmaðurinn sem þjálfarar sækjast eftir að hafa í sínu liði.

Til hamingju Guðrún Ósk

ÁFRAM FRAM

Myndir úr hófinu í dag er hægt að sjá á http://frammyndir.123.is/pictures/

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email