Þorgrímur Smári Ólafsson skrifaði í dag undir samning við FRAM, samningurinn gildir út leiktíðina en Þorgrímur kemur að láni frá Aftureldingu.
Þorgrímur þekkir vel til í Safamýrinni en hann lék með FRAM veturinn 2015-2016 en hélt svo til Noregs á vit ævintýra.
Þorgrímur er fjölhæfur leikmaður sem getur leysta allar stöður úti á vellinum ásamt því að vera öflugur varnarmaður. Það því mikill fengur fyrir okkur FRAMara að hafa krækt í Þorgrím sem mun styrkja hópinn og gefa okkur aukna breydd bæði varnar og sóknarlega.
Við FRAMarar bjóðum Þorgrím velkominn í FRAM fjölskylduna.
ÁFRAM FRAM