fbpx
Úlfarsárdalurcomplex vefur

Knattspyrnufélagið FRAM boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 10. janúar kl.18:00 í Ingunnarskóla

Ágætu íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals.

Knattspyrnufélagið FRAM boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 10. janúar kl.18:00 í Ingunnarskóla.

Fundurinn er hugsaður fyrir iðkendur, aðstandendur iðkenda og íbúa hverfisins sem vilja kynna sér starfsemi félagsins og jafnvel taka þátt í framtíðaruppbyggingu íþróttastarfs á svæðinu.

Fundarefni:

–  Kynning á starfi FRAM
–  Staðan á framvæmdum í Úlfarsárdal
–  “Framtíðariðkendur” – Barna og unglingastarf hvernig get ég haft áhrif og tekið þátt.
–  Almennar umræður um stöðu FRAM í hverfinu. (opna á spurningar)

Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemina eru hvattir til að mæta á fundinn.

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!