Guðmundur Helgi Pálsson og handknattleiksdeild FRAM framlengdu í dag ráðningarsamning Guðmundar Helga við handknattleiksdeild til næstu fimm ára. Guðmundur verður því þjálfari FRAM fram á vor 2023.
Það er mikill fengur fyrir okkur FRAMara að hafa tryggt okkur starfskrafta Guðmundar Helga og væntum við mikils af honum á komandi árum.
Guðmundur Helgi þekkir vel til í Safamýrinni en hann lék með FRAM á árum 1995-2002 ásamt því að hafa þjálfað mfl. karla frá 2016.
Guðmundur Helgi mun í samvinnu við handknattleiksdeild FRAM vinna að framtíðar markmiðum flokksins og móta stefnu deildarinnar á komandi árum. Einnig mun Guðmundur koma að rekstrar og samningamálum mfl.ka.
Handknattleiksdeild FRAM