fbpx
Gummi og Lúlli vefur

Guðmundur Helgi framlengir samning sinn við FRAM

Guðmundur Helgi Pálsson og handknattleiksdeild FRAM framlengdu í dag ráðningarsamning Guðmundar Helga við handknattleiksdeild til næstu fimm ára.  Guðmundur verður því þjálfari FRAM fram á vor 2023.

Það er mikill fengur fyrir okkur FRAMara að hafa tryggt okkur starfskrafta Guðmundar Helga og væntum við mikils af honum á komandi árum.

Guðmundur Helgi  þekkir vel til í Safamýrinni en hann lék með FRAM á árum 1995-2002 ásamt því að hafa þjálfað mfl. karla frá 2016.

Guðmundur Helgi mun í samvinnu við handknattleiksdeild FRAM vinna að framtíðar markmiðum flokksins og móta stefnu deildarinnar á komandi árum. Einnig mun Guðmundur koma að rekstrar og samningamálum mfl.ka.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!