fbpx
Lísa

Ótrúlegt tap í Hafnarfirði

Fyrsti leikur FRAM kvenna á nýju ári var að Ásvöllum í dag þegar stelpurnar mættu Haukum í Olísdeildinni.  Ljóst að um hörkuleik yrði að ræða þar sem liðin voru í toppsætunum fyrir hlé.

Leikinn byrjaði ágætlega en mér fannst aðeins rið í okkar liði sóknarlega.  Varnarlega voru við í lagi en það vantar aðeins uppá að klára til enda, þurfum að fara að ná því.  Við spiluðum hinsvegar hratt og seinnibylgja og hröðupphlaup gengu vel og skilu auðveldum mörkum.
Staðan eftir 10 mín. 5-5.
Það gekk heldur illa að skora næstu mínútur, við fórum illa að ráði okkar sóknarlega voru að gera mikið að mistökum og skjóta illa.  Varnarlega vorum við í lagi að mestu og Steinunn Björnsdóttir mætti í vörnina eftir 15 mín. sem var ánægjulegt að sjá og hreinlega magnað, innan við mánuði eftir barnsburð. Nagli þessi stelpa.  Staðan eftir 20 mín. 6-7.
Það var svo jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði hálfleiksins, við ekki að klára vel í uppstilltri sókn og þá munaði mest um að Ragnheiður var ekki að finna sig. Varnarlega vorum við fínar en vorum að gera ofmikið að tæknifeilum.  Staðan í hálfleik 10-12.

Við náðum strax að koma okkur í 4 mörk 11-15 og tókum frumkvæðið. Það var stemming í okkar varnarleik Steinunn keyrði okkur hreinlega áfram.  Við að spila mjög vel, staðan eftir 40 mín. 13-19.
Ragnheiður hrökk í gang og munar um minna.
Við komumst  8 mörk yfir 13-21 en fórum að flýta okkur heldur mikið og taka áhættur sem borguðu sig ekki.  Í framhaldi af því varð sóknarleikur okkar vandræðalegur og staðan  eftir  50 mín. 18-22.  Við héldum svo áfram að spila afleitan sóknarleik sem gaf Haukum möguleika á mjög ódýrum mörkum sem þær nýttu vel.  Leikurinn var því á járnum og spenna í húsinu, staðan eftir 55 mín. 21-23.
Þær jöfnuðu svo leikinn þegar 3 mín. voru eftir og fóru yfir 24-23. Skelfilegt að horfa upp á okkar leik.
Við gerðum 2  mörk síðustu 18 mín. leiksins,  það veit ekki á gott og við töpuðum þessum leik sem er ótrúlegt.   Lokatölur 24-23.
Veit ekki alveg hvað skal segja um þennan leik annað en við köstuðum honum frá okkur. Við lékum vel og svo illa og síðustu 18 mín. leiksins voru óskiljanlegar. Þetta þarf að skoða vel og á ekki að gerast.
Næsti leikur er eftir rúma viku á heimavelli gegn Val, það verður eitthvað,  sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!