Það var grannaslagur í Safamýrinni í kvöld þegar við fengum Val í heimsókn í Olísdeild kvenna. Valur á toppnum og við þurftum stig ef við ætluðum að halda okkur í toppbaráttunni. Það var vel mætt á leikinn sér í lagi af okkar fólki.
Við byrjuðum leikinn vel, finn kraftur í okkar liði, varnarleikurinn góður, Guðrún að finna sig ásamt því að sóknarleikurinn gekk vel. Samt vorum við að gera tæknifeila sem olli því að við vorum ekki meira yfir um miðjan hálfleikinn. Við að spila miklu betur en andstæðingurinn og staðan eftir 15 mín. 7-3.
Það varð svo algjör viðsnúningur í okkar leik það sem eftir lifði hálfleiksins. Við bættum í misstökin, slökuðum á varnarlega og hættum að sækja á markið. Það skilaði því að við vorum undir í hálfleik, 9-8. Við gerðum sem sé eitt mark á þessum 15 mín. og lítið að frétta í okkar sóknarleik sem gekk ekkert á þessum kafla. Varnarlega vorum við fínar og Guðrún að taka ágæta bolta.
Við byrjuðum síðari hálfleik vel, keyrðum aftur upp hraðann, varnarleikurinn small betur og fórum að gera mörk í uppstilltum sóknarleik. Ekki það að við værum neitt að raða inn mörkum en við héldum vel varnarlega og það var lykill að sigri í dag. Við bættum smátt og smátt í en náðum aldrei að slíta þær frá okkur til þess gerðum við of mikið af tæknifleilum, þeir voru ofmargir í dag og það verðum við að laga.
Við vorum yfir þrjú mörk eftir 50 mín. 16-13 og kláruðum svo leikinn með stæl.
Lokatölur 24-18.
Gríðarlega gott að klára þennan leik og sýnir okkur að við getum unnið alla ef við viljum, mér fannst við sýna styrk og baráttu í kvöld sem var til fyrirmyndar. Örugglega ekki besti leikur sem ég hef séð en mikilvægur sigur og úrslitin flott.
Sigurbjörg átti ljómandi leik setti 10 mörk eins voru Hildur og Guðrúnu Ósk flottar.
Vel gert gert stelpur.
Næsti leikur er á heimavelli á laugardag gegn Stjörnunni og ég hvet alla FRAMara til að mæta á þann leik.
ÁFRAM FRAM