fbpx
Jakimoski6

Mihajlo Jakimoski gengur til liðs við FRAM

Knattspyrnudeild FRAM hefur samið til tveggja ára við Mihajlo Jakimoski 22 ára gamlan sóknarmann frá Makedoníu.

Mihajlo á að baki 45 leiki í efstu deild í Makedoníu. Í þessum leikjum hefur hann skorað 5 mörk og átt fjölda stoðsendinga. Mihajlo hefur lengst af leikið sem kantmaður. Hann er 180 cm á hæð, fljótur og með mikla boltatækni.
Mihajlo er uppalinn hjá hjá Metlurg Skopje og steig sín fyrstu skref í efstu deild með félaginu en lék síðast með liði Teteks Tetovo í Makedóníu.
Mihajlo verður löglegur með liði FRAM gegn Val í Lengjubikarnum laugardaginn 24. febrúar.

Knattspyrnudeild FRAM býður þennan geðþekka leikmann velkominn í hópinn og telur að hann sé mjög góð viðbót við ungt og efnilegt lið sem FRAM teflir fram í Inkasso deildinni í sumar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!