fbpx
Ragnheidur gegn ibv II vefur

Stórsigur í Olísdeild kvenna

Fram tók á móti Stjörnunni fyrr í dag í lokaleik annars hluta OLÍS deildarinnar.  Þetta var leikur sem fara átti fram í nóvember en var frestað þá vegna bikarleiks Stjörnunnar.  Eftir þennan leik er þriðji hluti deildarinnar eftir eða einir sjö leikir á lið.  Fram var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með fimm stigum meira en Stjarnan sem var í fimmta sæti.

Leikurinn byrjaði fjörlega Stjarnan á undan að skora og komst í 2 – 5 eftir nokkrar mínútur.  Fram náði samt strax vopnum sínum og jafnaði leikinn 6 – 6.  Komust síðan yfir 8 – 7 og þá var í raun ekki aftur snúið og eftir 20 mínútur var staðan 12 – 9 og í hálfleik var staðan orðin 20 – 13.

Fyrri hluti seinni hálfleiks var nokkuð jafn og Fram hélt í horfinu en Stjarnan náði ekki að gera neitt áhlaup á forskotið.  Upp úr miðjum hálfleiknum tók Fram aftur öll völd á vellinum og lauk leiknum með glæsilegum og öruggum sigri Fram 37 – 25.  Tólf marka munur sem ég held að enginn hafi reiknað með í upphafi leiks.

Vörnin hjá Fram var að spila mjög vel í leiknum og var Stjarnan oft í miklum vandræðum að finna einhverjar glufur á henni.  Vörnin að verða betri með hverjum leik.

Fyrir aftan vörnina var Guðrún Ósk og varði vel að venju, tók einhverja 12 bolta á um það bil 54 mínútum.  Heiðrún Dís kom inná í lokin og varði vel fjóra bolta og fékk bara á sig eitt mark á þessum mínútum.

Sóknarlega var Fram að spila vel.  Boltinn fékk að ganga og trekk í trekk galopnaðist vörn Stjörnunnar illa þannig að skytturnar fengu góð færi eða línan var dauðafrí.  Einnig gengu hraðaupphlaupin vel eins og hraða miðjan.  Í það heila góður sóknarleikur.

Liðið var allt að spila vel hver sem átti í hlut.  Lena Margrét kom inná í seinni hálfleik og stóð sig frábærlega skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum.

Mörk Fram skoruðu:Ragnheiður 7, Þórey Rósa 6, Elísabet 6, Marthe 4, Steinunn 4, Lena Margrét 4, Sigurbjörg 3 og Hildur 3.

Flottur leikur í dag.

Þriðja umferðin hefst strax á þriðjudaginn með heimaleik á móti Selfossi.

Áfram Fram

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!