fbpx
Unnar Steinn 5

Unnar Steinn semur við FRAM

Hinn ungi og efnilegi leikmaður Unnar Steinn Ingvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild FRAM eða út keppnistímabilið 2020.

Það er mikið gleðiefni fyrir FRAM að Unnar Steinn sem er uppalinn hjá félaginu hafi ákveðið að helga FRAM krafta sína næstu þrjú árin hið minnsta.

Unnar Steinn er miðjumaður að upplagi en hefur að mestu leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar í síðustu leikjum meistaraflokks. Hann hefur gott auga fyrir spili og er útjsónarsamur og traustur leikmaður.

Unnar sem er einungis 17 ára gamall á 17 leiki að baki með meistaraflokki FRAM. Þá á hann einnig að baki 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Knattspyrnudeild FRAM bindur miklar vonir við Unnar Stein og verður gaman að fylgjast með honum vaxa og eflast sem leikmaður í ungu og efnilegu liði sem FRAM teflir fram í Inkasso-deildinni í sumar.

Þess má geta að Unnar Steinn á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana en hann er sonur Ingvars Ólasonar sem gerði garðinn frægan með FRAM og lék yfir 300 leiki fyrir félagið á sínum tíma.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!