fbpx
Þórey Rósa vefur

Öruggur sigur á Selfoss í Olísdeild kvenna

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Selfoss á heimavelli í kvöld, það var heldur illa mætt og ég held að það hafi enginn verið mættur frá Selfossi til að horfa á þennan leik.  Frekar leiðinlegt sérstaklega af því að Selfoss er með virkilega flott handboltalið.
Við byrjuðum leikinn í kvöld vel, hörkubarátta í liðinu og við keyrðum leikinn strax í gang. Við vorum yfir 5-1 að mig minnir eftir rúmar 5 mín. en þá fannst  mér eitthvað kæruleysi koma yfir liðið og þær minnkuðu muninn í tvö mörk 8-6. Við hættum að taka á í vörn og kærulausar sóknarlega.   Þessi slappi kafli okkar varði sem betur fer ekki lengi, við lokuðum vörninn og keyrðum yfir þær í hröðum sóknum. Vorum komnar yfir 14-7 á mjög stuttum kafla.  Staðan í hálfleik 18-9.
Varnarleikur okkar lengst af mjög góður og sóknarleikurinn bara fínn. Ljóst að við vorum mun betri en Selfoss stelpur í þessum leik enda vantar mikið í Selfoss liðið eins og er.
Síðari hálfleikur var í raun formsatriði, við hefðum þurft að spila gríðalega illa til að tapa þessum leik.  Við byrjuðm vel í síðari hálfleik, bættum við okkar forrustu og munurinn orðinn tólf mörk um miðjan hálfleikinn.  Við náðum mest 14 marka mun en slökuðum aðeins á undir lokinn en unnum að lokum góðan 10 marka sigur, 28-18.
Þetta var í raun frekar auðveldur leikur, varnarleikur okkar var góður og Guðrún að standa vel í markinu. Sóknarlega fengum við mikið af auðveldum mörkum bæði úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju. Það var það sem skildi á milli í dag.  Margir að leggja í púkkið og markaskor dreifðist vel sem er gott.
Flottur sigur og mikilvægt að klára svona leiki vel.
Næsti leikur er í Coka Cola bikarnum á þriðjudag eftir viku í Austubergi gegn ÍR, gríðarlega mikilvægur leikur sem sker úr um það hvort liðið fer í höllina.
FRAMarar verða hreinlega að fjölmenna á þennan leik og styðja liðið í bikarúrslit.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leikinum hér /http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!