fbpx
Gauti gegn val vefur

Tap á útivelli í Olísdeild karla

Strákarnir okkar í handboltanum hófu aftur leik á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld þegar þeir mættu Aftureldingu í Mosó.  Vel mætt af okkar fólki sem var gott að sjá.
Alltaf spennandi að sjá hvernig liðin mæta til leiks eftir langt hlé í deildinni.
Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel en náðum fljótlega að jafna okkur og koma okkur inn í leikinn.  Það var mikið skorað til að byrja með og varnarleikur liðanna ekki góður.  Staðan eftir 15 mín. 8-8.  Leikurinn var svo jafn lengi vel og við náðum að komast yfir 11-12 eftir 25 mín. en skoruðum ekki meira  og staðan í hálfleik 15-12.  Slæmur endir á ágætum hálfleik.  Við klaufar sóknarlega og fórum illa með góð færi eins vantaði að mér fannst meiri baráttu í varnarleikinn, vorum ekki á fullu.
Þessi endir gerði okkur erfitt fyrir í þeim síðari, vorum langan tíma að vinna þetta upp og varnarleikurinn fór ekki að batna fyrr eftir um 10 mín. í þeim síðari.   Staðan eftir 45 mín. 20-19.  Leikur okkar batnaði þegar á leikinn leið og náðum loks að jafna í 20-20, staðan eftir 50 mín.  21-21.
Við fengum tækifæri til að komast yfir en náðum aldrei að nýta þau færi, leikurinn jafn en við að elta. Það vantaði klókindi og yfirvegun í okkar leik til að ná í stigi eða stigum, lokatölur 26-23.
Frekar súrt að tapa þessu, margt ágætt en það vantar stöðuleika og betra stöðumat þegar við erum komnir í jafnan leik.  Við hefðum líka þurft að fá meira framlag frá okkar skyttum sem áttu ekki nógu góðan dag, Arnar og Siggi með eitt mark í leiknum. Varnarlega vorum við fínir síðustu 20 mín. leiksins en allir geta bætt sig varnarlega og nýting á góðum færum hefði þurft að vera betri.
Almennt þurfum við að ná meiri stöðuleika í okkar leik en margt jákvætt og við getum byggt á þessum leik en þá þurfa allir að vera með í leiknum.
Næsti leikur hjá strákunum er á sunnudag heima gegn Haukum sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0