fbpx
Andri

Tap á heimavelli í Olísdeild karla

Við mættum Haukum í Olísdeild karla á heimavelli í kvöld, ljóst að um mjög erifðan  leik yrði að ræða en Hauka liðið er gríðarlega vel mannað lið og mun ofar en við í deildinni.
Við byrjuðum ekki nógu vel og Haukar tóku strax frumkvæðið, við náðum ekki tökum á okkar varnarleik og pínu flumbrugangur í okkar leik.  Við náðum samt að hanga í þeim og gerðum ágæt mörk, staðan eftir 15 mín. 5-8.  Við náðum ágætum kafla og minkuðum muninn í tvö mörkm10-12  þegar um 3-4 mín. voru eftir af hálfleiknum en eins og í síðasta leik náðum við ekki að klára hálfleikinn og Haukar skoruðu 4 síðustu mörkin og staðan í hálfleik 10-16.
Það vantaði alla yfirvegun í okkar leik og við þurfum að ná tökum á okkur sjálfum ef við ætlum að vinna leiki.  Ljóst að síðari hálfleikur yrði okkur erfiður.
Það kom á daginn og náðum aldrei að ógna þeim neitt að ráði í síðar hálfleik, við reyndum svo sannarlega en til þess var varnarleikur okkar ekki nógu góður og óðagotið of mikið sóknarlega.
Þurfum að vera pínu klókari sóknarlega. Staðan eftir 45 mín. 19-25.
Gauti fékk svo rautt spjald á 47 mín.  ekki gróft að mér fannst en verðum að skoða það betur og þá fannst mér við missa trúna.   Þeir gengu á lagið og bættu við mörkum, við áttum ekki möguleika eftir þetta.  Lokatölur í kvöld 24-34.
Andstæðingurinn í kvöld var hreinlega betri en við, við hefðum samt átt að láta þá hafa meira fyrir þessu, með því að vera klókari. Varnarlega vorum við að reyna en það vantaði aðeins upp á kraft og baráttu til klára varnarleikinn. Sóknarlega vorum við ekki nógu klókir og fljófærir á köflum, þurfum að halda skipulagi og spila kerfin til enda.
Dómarar kvöldsins áttu ekki góðan dag og eftirlitsmaðurinn brást þegar á þurfti að halda, við erum í Olísdeild karla og þurfum að hafa þetta allt á hreinu.  Ekki það að það hafi breytt úrslitum kvöldsins. En vonandi fær Gauti ekki bann fyrir spjaldið í kvöld það væri að bíta höfuðið af skömminni.
Næsti leikur er  í Coka Cola bikarnum, leikur upp á sæti í Höllinni í „final four“ gegn FH í Kaplakrika, hrikalega erfiður leikur en bara einn leikur þar sem allt er undir. FH – FRAM á fimmtudag.
Hvetjum alla FRAMara til að mæta á bikarleiki karla og kvenna í vikunni.
Sjáumst í vikunni.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum koma hér http://frammyndir.123.is/pictures/55/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!