fbpx
Guðrún Þóra vefur

Stelpurnar komnar í Final four

Stelpurnar okkar í hanboltanum léku í kvöld gríðarlega mikilvægan leik í Coca Cola bikarkeppni HSÍ, leikið var gegn ÍR í Austurbergi. Eins og áður sagði var mikið í húfi því sigur í leiknum tryggir farseðil í Laugardalshöllina í „Final four“ sem fer fram 8-10 mars.
Ljóst að við værum með sterkara lið en ÍR og ættum í raun að vinna þennan leik en bikarleikir eru alltaf sérstakir þar sem allt er í húfi í þessum eina leik.
Það varð raunin í þessum leik, ÍR lagði líf og sál í þennan leik og við áttum bara í vandræðum með að hrista þær af okkur, við ekki að spila vel og pínu kæruleysi í okkar liði.  Leikurinn nokkuð jafn en við svo sem með frumkvæðið í leiknum. Staðan í hálfleik 12-16.
Ljóst að við yrðum að halda vel á spilunum í þeim síðari.
Við gerðum það ágætlega, byrjuðum síðari hálfleikinn sterkt og bættum við forskotið en ekkert meira en það. Við fórum einhver 6-8 mörk yfir og náðum að halda því til loka, lokatölur í kvöld 32-26.
Fátt um þennan leik að segja, við mættum liði sem var til í að berjast frá upphafi til enda og við kannski smá værukærar.  Heiðrún átti fínan leik í markinu, Guðrún Þóra sýndi gamla takta og Karen mætti til leiks sem var ánægjulegt að sjá.
Við unnum, það er fyrir öllu og tryggir okkur sæti í undanúrslitum Coca Cola bikarsins Final Four í Laugardalshöll.  Vel gert stelpur og enn eitt árið fáum við að fylgja ykkur í Höllina sem verður spennandi.

Næsti leikur er á heimavelli gegn Fjölni á föstudag kl. 18:30, sjáumst.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0