fbpx
Viktor gegn Stjörnunni vefur

Dásamlegur sigur og strákarnir “LÍKA” komnir í Final four

Það var allt undir í leik strákana okkar gegn FH í kvöld þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarkeppni HSÍ. Bikarleikir eru allt eða ekkert og í þannig leikjum fáum við stundum skemmtileg úrslit. Við höfðum tapað samtals með 30 mörkum gegn FH í vetur og ljóst að við þyrftum að sýna okkar allra besta til að eiga möguleika í þessum leik.
Við byrjum leikinn í kvöld af krafti, gáfum strax tóninn, bara bullandi krafur í liðinu. Komum andstæðingnum á óvart með kraftmiklum varnarleik ásamt því að spila agað sóknarlega.  Við hreinlega keyrðum yfir FH liðið, þeir áttu engin svör og það sást. Þeir misstu hausinn og gerðu sig seka um ljót brot. Við héldum aftur á móti haus og klárum hálfleikinn með stæl, staðan í hálfleik 11-19.
Við hreinlega frábærir í þessum hálfleik, mjög agaðir sóknarlega, vörnin góð og Viktor með 11 varða bolta.  Langbesti hálfleikur okkar í langan tíma.
Svona staða er oftast góð og hún var það, en það var pínu skrekkur í mér fyrir síðari hálfleik því það er bara ekki hægt að spila heilan leik af þessum krafti.  FH er með gríðarlega sterkt lið og getur unnið svona mun upp.

Það gerðist hinsvegar ekki, strákarnir mættu ákveðnir til leiks og héldu skipulagi, sóknarlega spiluðum við rólega, settum upp okkar kerfi og keyrðum svo leikinn í gang, þetta gekk frábærlega upp.  Varnarlega vorum við fínir og stóðumst öll þeirra áhlaup með sóma.  Viktor tók marga fína bolta og þegar allir eru að leggja í púkkið þá er niðurstaðan oftast góð.  Þeir náðu einu sinni að minnka muninn í 4 mörk en þá svöruðum við með þremur í röð og kæfðum þá hreinlega.  Við lönduðum svo  glæsilegum sigri, lokatölur 28 -35.
Bara frábær sigur að öllu leiti, komnir í Höllina í „final four“ sem er frábært fyrir okkar fólk og strákana.  FRAM verður eina Reykjvíkurliðið í bikarúrslitum þetta árið og ekki nóg með það heldur verða bæði liðin okkar þar.  Þvílík veisla sem boðið verður upp á í Laugardalnum í mars.

Margir að spila vel í þessum leik, Valdimar og Viktor frábærir, Gauti, Toggi (sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir okkur) og Arnar Birkir mjög góðir. Allir okkar leikmenn fá mikið hrós fyrir sitt framlag í kvöld.

Mér fannst þjálfarar leggja þennan leik vel upp, tóku Ása út úr leik FH en hann er hausinn í þessu liði, það heppnaðist vel því leikmenn FH voru algjörlega hauslausir.  Það kom vel í ljós þegar þeir gerðu sig seka um ljót brot sem eiga ekkert skilt við handbolta. Ísak braut illa á Togga, leiðindar brot þegar leikmaður heldur utan um leikmanninn og lætur sig svo detta ofan á leikmanninn bara til að meiða. Þetta hefur hann gert ýtrekað og þarf að stoppa.  Einar Rafn gaf Gauta olbogaskot og Jóhann barði Svan á viðkvæman stað allt þegar boltinn er ekki í leik, eitthvað sem á ekki að sjást í handbolta. Dómarar leiksins gerðu eins vel og þeir gátu í þessum leik en réðu ekkert við verkefnið, sáu eitt af þessum brotum en bitum hausinn af skömminn og ráku Togga af velli líka eftir viðeign sína við Ísak.

Frábær leikur hjá strákunum og virkilega gaman að horfa á liðið í kvöld, til hamingju drengir. Þurfum að byggja á þessari frammistöðu og sína meira af þessu í næstu leikjum.

Næsti leikur er ekki fyrr en 18. feb. á heimavelli gegn Víkingi, í raun annar bikarleikur.
Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!