fbpx
Lena gegn Fjölni vefur

Markaveisla í Safamýri

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Fjölni í Olísdeildinni á heimavelli í kvöld. Ljóst að þessi leikur ætti ekki að vefjast fyrir okkar stúlkum en alltaf mikilvægt að mæta einbeittar til leiks.  Það var bara slæðingur af fólki og létt yfir enda kvennakvöld framundan.
Leikurinn byrjaði vel og okkar stúlkur tóku völdin, það var bara eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik, við hefðum átt að gera mun fleiri mörk í þessum hálfleik og ef til vill getað fengið á okkur færri en svona spilast þessi leikir stundum. Staðan í hálfleik 25-10.
Fátt um þennan leik að segja, við með algjöra yfirburði á öllum sviðum og ljóst að við myndum vinna þennan leik.
Fjölnir gerði 1 mark fyrstu 10 mín. síðari hálfleiks og lítið að frétta, við héldum áfram að bæta við mörkum, staðan eftir 40 mín. 30-11. Þessi munur hélt áfram og staðan eftir c.a  50 mín. 36-16.  Það fengu margir að spila í kvöld og við dreifðum álaginu vel.  Síðustu mínútur leiksins fara ekki á spjöld sögunnar, lokatölur 40-21.
Mörk FRAM í kvöld. Steinunn 11, Ragnheiður 6, Þórey, Elísabet og Sigurbjörg 5, Lena 2, Guðrún Þóra, Hafdís, Marthe, Erna, Karen  og Hildur 1 mark hver.
Bara fínt að vinna þennan leik og taka stigin tvö, margir að leggja í púkkið og markaskor dreifðist vel.
Næsti leikur verður mun erfiðari en við mætum Stjörnunni á útivelli á þriðjudag, sjáumst í Mýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!