fbpx
Guðrún Ósk gegn ÍBV vefur

Öruggur FRAM sigur í Mýrinni

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í Olísdeildinni í kvöld en leikið var í Mýrinni. Ljóst að þetta yrði hörkuleikur því Stjarnan er með mjög vel mannað lið.  Ekkert sérlega vel mætt á þennan leik en okkar trygga fólk lét sig ekki vanta frekar en venjulega.
Við byrjuðum leikinn pínu klaufalega og það var eitthvað smá óöryggi í okkar sóknaraðgerðum, við náðum svo smátt og smátt upp okkar varnarleik og þá fengum við auðveld mörk og sóknarleikurinn batnaði. Staðan eftir 10 mín. 3-6. Okkur gekk vel að skora, varnarleikurinn góður en vorum að fá á okkur klaufamörk.  Við vorum svo sjálfum okkur verstar næstu mín. mér fannst við leggja full mikið að mörkum hreinlega upp í hendurnar á Stjörnunni.  Leikurinn jafn en við með frumkvæðið, staðan eftir 20 mín. 10-12.
Við skoruðum af vild í uppstilltri sókn en varnarlega vorum við ekki nógu öflugar og fengum á okkur fullt af mörkum þrátt fyrir að Guðrún væri að verja.  Vorum ekki að finna okkur varnarlega undir lok hálfleiksins.
Staðan í hálfleik 21-15.

Ljóst að við þyrftum að spila betur varnarlega í síðari hálfleik en sóknarlega vorum við góðar enda fínt að gera yfir 20 mörk.
Við byrjuðum síðari hálfleik ágætlega, áttum auðvelt með að setja mörk sem gerir leikinn auðveldari, varnarlega áttum við að gera betur . Staðan eftir 40 mín. 20-28.
Þessir leikur kláraðist svo á næstu mínútum við fórum í ellefu mörk og ljóst að þessi leikur færi vel.
Staðan eftir 50 mín. 23-33.
Það var því formsatriði að klára þennan leik, Guðrún Ósk tók reyndar upp á því að fá rautt þegar hún var að þvælast úti á velli, leiddist sennilega í markinu. Það skipti litlu, Heiðrún kom í markið og stóð sig vel.
Lokatölur 26-37.
Flottur leikur hjá okkar stelpum, samt enginn toppleikur hjá neinum en margir að leggja í púkkið.  Guðrún góð í markinu, Ragnheiðir með 12 mörk, Lísa 6, Hildur 4 en aðrir minna, það voru 12 leikmenn sem skoruðu fyrir okkur í kvöld sem er frábært.  Vel gert stelpur.
Næsti leikur er á þriðjudag gegn Gróttu, sjáumst á Nesinu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!