Knattspyrnudeild FRAM hefur skrifað undir 2 ára samning við Tiago Fernandes, 22 ára gamlan sóknartengilið. Tiago er uppalinn í knattspyrnuskóla Sporting í Lissabon. Þar lék hann með yngri liðum félagsins í sjö ár.
Síðastliðin þrjú tímabil hefur Tiago leikið í portúgölsku 3. deildinni, þar lék hann 82 leiki, skoraði 4 mörk og skilaði 35 stoðsendingum.
Knattspyrnudeildin hefur síðustu mánuði stofnað til fjölbreyttra tengsla í Portúgal í gegnum aðalþjálfara félagsins Pedro Hipolito. Koma Tiagos er einn ávöxtur þeirra tengsla.