fbpx
Pieta vefur

Góður sigur á heimavelli í kvöld

Fyrsti „bikarleikurinn“ af mörgum var háður í Safamýrinni í kvöld þegar við fengum Víking í heimsókn.  Gríðarlega mikilvægur leikur og algjört lykilatriði fyrir okkar að vinna sigur á heimavelli.  Ljóst að við yrðum að spila vel og agað til að klára lið Víkings.

Fyrri hálfleikur var barátta frá upphafi til enda, við ekki að spila nógu skynsamlega og gerðum okkur erfitt fyrir.  Við náðum ekki valdi á okkar varnarleik, Víkingur að spila 7 á 6 sem við réðum ekki nógu vel við og náðum ekki að nýta okkur það sóknarlega.  Viktor að verja vel sem hélt okkur á floti því sóknarlega vorum við ekki að nýta færin vel og að skjóta illa. Gerðum mikið af tækni mistökum og ekki að spila saman sem lið.  Staðan í hálfleik 12-11.

Við í raun klaufar að vera ekki með betri stöðu í hálfleik.  Ljóst að við þyrftum að gera betur í síðar hálfleik, sýna meiri yfirvegun og nýta færin betur.

Við byrjuðum síðar hálfleik vel og náðum strax að slíta þá aðeins frá okkur, það var gríðarlega mikilvægt að ná frumkvæðinu strax.  Staðan eftir 40 mín. 17-13.
Við náðum svo að auka forskotið og leikur okkar batnaði smátt og smátt,  komumst fimm yfir eftir 50 mín. og svo átta mörk þegar 5 mín. voru eftir,  26-18.  Leikur leystist svo upp í restina og lokatölur í kvöld 28-23.
Nokkuð öruggur sigur eftir allt.

Þetta var ekki okkar besti leikur, það skorti á yfirvegun sóknarlega, vorum ekki að spila kerfin til enda og hefðum getað nýtt færin betur.  Mér fannst ekkert vanta upp á baráttuna allir klárir í slaginn en þurfum að vinna í því að vera klókari og  þolinmóðir. Þetta var þannig leikur.

Þegar öllu er á botnin hvolft þá var þetta gríðalega mikilvægur sigur og það er fyrir öllu.
Við eigum annan gríðarlega mikilvægan leik á fimmtudag gegn Gróttu á nesinu það verður eitthvað !

Hvet FRAMara til að láta sjá sig á nesinu á fimmtudag.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum hér  http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!