fbpx
Mikael Egill

Mikael Egill semur við FRAM

Hinn ungi og efnilegi leikmaður Mikael Egill Ellertsson hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild FRAM.

Mikael Egill er 15 ára gamall, fæddur árið 2002 og því enn gjaldgengur í 3.flokki. Hann er einn yngsti leikmaður til að leika fyrir meistaraflokk FRAM en hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum liðsins í vetur.

Mikael Egill getur leyst allar stöður framarlega á vellinum og hefur aðallega leikið sem vinstri kantmaður með meistaraflokki í vetur. Hann er afar fljótur og leikinn leikmaður með öflugan vinstri fót.

Mikael Egill lék sína fyrstu landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands á Norðurlandamótinu í ágúst. Hann fór svo einnig með landsliðinu á mót í Hvíta Rússlandi í janúar. Alls hefur Mikael Egill leikið 6 landsleiki fyrir U-17 ára landsliðið.

Þá hefur Mikael Egill þegar vakið nokkra athygli erlendra félagsliða og hefur hann meðal annars farið til æfinga hjá ensku félögunum Norwich og Derby County á undanförnum mánuðum.

Knattspyrnudeild FRAM bindur miklar vonir við Mikael Egil og verður gaman að fylgjast með honum vaxa og eflast sem leikmaður í Frambúningnum á næstu árum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!