Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Gróttu á nesinu í kvöld. Mikilvægur leikur fyrir okkur en ljóst að við ættum að vinna þennan leik að öllu eðlilegu. Bara vel mætt af okkar fólki og fyrir það ber að þakka.
Leikurinn í dag spilaðist eins og við vildum, við tókum fljótt frumkvæðið, spiluðum góða vörn og fengum auðveld mörk í bland við ágætan sóknarleik. Staðan í hálfleik 9-16.
Ljóst að við þyrftum bara að halda einbeytingu í þeim síðari.
Fátt eitt að segja um þennan síðari hálfleik, við höfðum þennan leik í okkar höndum frá upphafi til enda, varnarleikur okkar að mestu góður og sóknarlega vorum við ekki í neinum vandræðum með að skora. Eins og alltaf þá sjáum við slatta af mistökum og það er eitthvað sem við getum auðveldlega bætt en við sigruðum frekar auðveldlega í þessum leik. Lokatölur í kvöld öruggur fjórtán marka sigur 21-35.
Við fengum mörk úr öllum stöðum sem er gott, Ragnheiður setti 8, Þórey 6, Sigurbjörg 5, Steinunn 4 en aðrir minna.
Flottur sigur stelpur.
Næsti leikur verður slagur um austurbæinn, en á sunnudag mætum við toppliði Vals á heimavelli, eitthvað sem enginn ætti að missa af. Það verður tvíhöfði á sunnudag í FRAMhús, sjáumst.
ÁFRAM FRAM