fbpx
Ragnheidur vefur

Stelpurnar ekki í vandræðum á nesinu

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Gróttu á nesinu í kvöld.  Mikilvægur leikur fyrir okkur en ljóst að við ættum að vinna þennan leik að öllu eðlilegu.  Bara vel mætt af okkar fólki og fyrir það ber að þakka.
Leikurinn í dag spilaðist eins og við vildum, við tókum fljótt frumkvæðið, spiluðum góða vörn og fengum auðveld mörk í bland við ágætan sóknarleik.  Staðan í hálfleik 9-16.
Ljóst að við þyrftum bara að halda einbeytingu í þeim síðari.
Fátt eitt að segja um þennan síðari hálfleik, við höfðum þennan leik í okkar höndum frá upphafi til enda, varnarleikur okkar að mestu góður og sóknarlega vorum við ekki í neinum vandræðum með að skora. Eins og alltaf þá sjáum við slatta af mistökum og það er eitthvað sem við getum auðveldlega bætt en við sigruðum frekar auðveldlega í þessum leik. Lokatölur í kvöld öruggur fjórtán marka sigur 21-35.
Við fengum mörk úr öllum stöðum sem er gott, Ragnheiður setti 8, Þórey 6, Sigurbjörg 5, Steinunn 4  en aðrir minna.
Flottur sigur stelpur.
Næsti leikur verður slagur um austurbæinn, en á sunnudag mætum við toppliði Vals á heimavelli, eitthvað sem enginn ætti að missa af.  Það verður tvíhöfði á sunnudag í FRAMhús, sjáumst.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!