fbpx
Mikael Egill

Mikael boðið til æfinga hjá Benfica

Þau tíðindi gerðust í síðustu viku að portúgalska stórliðið Benfica hefur boðið hinum unga leikmanni meistaraflokks FRAM, Mikael Agli Ellertssyni, að koma til æfinga í knattspyrnuakademíu félagsins í Lissabon.

Að sögn Pedro Ferreira, yfirmanns hjá Benfica, er þetta í fyrsta skipti sem ungum íslenskum knattspyrnumanni er boðið til æfinga hjá félaginu. Þetta boð kemur í framhaldi af heimsókn fulltrúa FRAM til Benfica á síðasta ári.

Í þeirri ferð var starfsemi FRAM kynnt fyrir forráðamönnum Benfica en eins og kunnugt er þá er Pedro Hipolito þjálfari FRAM fyrrum leikmaður félagsins og leikmaður úr yngri landsliðum Portúgals.

Í framhaldi af kynningu Benfica á sínu ungmennastarfi hefur FRAM sent upplýsingar um unga leikmenn til yfirmanna knattspyrnumála hjá Benfica sem síðan hafa sent njósnara til að fylgjast með leikjum FRAM í vetur. Mikael hefur vakið verðskuldaða athygli í undanförnum leikjum enda einn yngsti leikmaður í sögu FRAM til að spila opinbera leiki með meistaraflokki félagsins.

Mikael Egill fær núna verðskuldað tækifæri til að spreyta sig gegn mörgum af efnilegustu ungu knattspyrnumönnum Evrópu við bestu aðstæður í Lissabon. Benfica er með útsendara víða um veröld til að finna næstu stórstjörnu og bíður til sín aðeins framúrskarandi efnilegum leikmönnum.

Knattspyrnuakademía Benfica hefur skilað félaginu miklum árangri og hægt er að benda á leikmenn eins og þessa hér að neðan til staðfestingar á árangri þeirra:

[table id=3 /]

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0