fbpx
Grotta vefur

Strákarnir ekki “heldur” í neinum vandræðum á nesinu

Það var ekki laust við að það væri aðeins skrekkur í mér í kvöld þegar ég hélt út á nes til að fylgjst með strákunum í handboltanum mæta Gróttu í Olísdeildinni.  Grótta spilaði vel í síðasta leik og þessi leikur pínu prófsteinn á okkar lið.  Leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið og á sama róli í deildinni.  Það var mjög vel mætt á leikinn sem var ánægjulegt að sjá.

Við mættum gríðalega vel stemmdir í þennan leik, tókum strax völdin á vellinum, varnarlega að vinna vel og sóknin gekk vel ásamt því að Viktor var hress í markinu.  Það var ekki laust við að mér létti þegar ég sá hvernig liðið var stemmt í kvöld. Við voru miklu betri fyrstu 15 mín. en vorum klaufar að nýta okkur það ekki betur, Grótta gekk á lagið og náði að jafna leikinn 10-10 þegar 20 mín. voru liðnar.  Fórum með mikið að góðum færum á þessum kafla.
Við kláruðum háfleikinn aftur á móti vel, Gummi tók leikhlé og hristi aðeins upp í mannskapnum og á örfáum mínútum vorum við komnir sex mörk yfir. Staðan í hálfleik 12 – 17.

Köflóttur hálfleikur þar sem mér fannst við geta skorað af vild en voru klaufar að nýta færin ekki betur. Varnarlega vörum við líka köflóttir en Viktor hjálpaði verulega til með góðum leik.

Við mættum bara ferskir til leiks í þeim síðari, áfram pínu klaufar en náðum samt að halda sjó, munurinn 4-6 mörk.  Við náðum svo góðu áhlaupi eftir c.a 45 mín. og bættum við mörkum, munurinn fór mest í 10 mörk, 24-34.  Leikurinn mjög fjörugur og pínu galsi í mannskapnum á köflum.
Við klárum leikinn svo örugglega, flottur níu marka sigur á nesinu 26 – 35.
Mér fannst við líta vel út í þessum leik, sóknarlega gátum við skorað að vild, þeir réðu ekkert við okkur en vorum sjálfum okkur verstir, hefðum getað nýtt færin betur.
Varnarlega getum við gert betur en nokkrir góðir kafla þar sem við sýndum flottan leik og mikla baráttu, skiluðu miklu. Þurfum að lengja þessa kafla og ná stöðuleika varnarlega.  Viktor og Daníel fínir í kvöld, annars voru margir að skila sínu, mér fannst Gauti góður, Bjartur flottur, Andri Þór og Svanur skiluðu sínu og allir fá hrós fyrir framlag kvöldsins.

Fyrir okkur FRAMara var þessi leikur bara skemmtilegur, við í heildina fínir og það verður spennandi að sjá hvað drengirnir bjóða okkur upp á næsta sunndag. Vel gert FRAMarar.

Næsti leikur verður gegn Val á heimavelli á sunnudag kl. 20.00. Það verður tvíhöfði á sunnudag hvet alla til að mæta og styðja þessi flottu lið sem við eigum.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!