fbpx
Súpa vefur

Dásamlegur súpufundir í hádeginu hjá FRAM

Við FRAMarar héldum í dag  fimmta súpufund vetrarins. Mæting var góð en það voru rétt tæplega 70 FRAMarar sem mættu  og enn erum við að sjá ný andlit sem er alltaf mjög skemmtilegt.  Við eigum orðið mjög tryggan hóp sem mætir bara alltaf og svo eru þeir sem koma við öðru hvoru.

Súpan frábær eins og venjulega. Hún klikkar ekkert.

Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMara á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Ég verð bara að segja að þessir súpufundir eru gríðarlega vel heppnuð uppákoma.

Það er von okkar  að sjá alla þá sem komu í dag og enn fleiri þegar við höldum næsta fund sem verður föstudaginn 23. mars  2018.

Hvetjum alla FRAMara til að mæta, endilega draga fleiri með því plássið er nóg, það má enn bæta við fólki og vonandi sjáum við enn fleiri í næstu súpu.

Takk fyrir daginn FRAMarar

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email