Það var boðið upp á hörkuspennu í dag þegar við mættum Val á heimavelli í Olísdeild kvenna. Efsta sætið í deildinni í boði og gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Það var mjög vel mætt, stemming á pöllunum og fiðringur í fólki.
Leikurinn byrjaði rólega, liðunum gekk illa að skoðar en við tókum svo frumkvæðið og leiddum leikinn. Við að gera mikið af mistökumm, vorum að skjóta illa en stóðum vörnina vel. Staðan 3-1 eftir 10 mín.
Leikurinn var svona í fyrri hálfleik, mikil barátta í vörn og sókn, ljóst að það var veruleg spenna í báðum liðum. Liðin gerðu mikið að mistökum sóknarlega en varnarlega voru liðin að spila vel og markmenn að verja vel.
Staðan í hálfleik 9 – 8.
Fyrir mér var það ljóst að það lið sem héldi út í síðar hálfleik myndi vinna þennan leik.
Við byrjuðum síðari hálfleik ágætlega en svo náðu þær að komast yfir í tvígang en við jöfnuðum jafnharðan, staðan eftir 40 mín. 13-13. Við náðum aðeins að slíta þær frá okkur og komast yfir 17-14 sem færði aðeins pressuna yfir á þær. Staðan eftir 50 mín. 18-15.
Við héldum þessari forrustu til loka, héldum þeim alltaf 2-3 mörkum frá okkur og náðu að klára leikinn, lokatölur, 23-19. Glæsilegur sigur.
Þessi leikur fer ekki í neinar metabækur fyrir fegurð en baráttan og eljan í okkar liði var til fyrirmyndar. Við gáfum allt í leikinn og þegar á reyndi vorum við sterkari í dag. Karen og Sigurbjörg komu sterkar inn þegar líða tók á leikinn og þrjú mörk Karenar í röð komu okkur í góða stöðu.
Gríðarlega mikilvægur sigur sem kemur okkur í efsta sætið í deildinni sem er ekki slæmt.
Frábær sigur stelpur.
ÁFRAM FRAM
Myndir úr leiknum hér á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/