fbpx
FRAm - valur Ka

Skrautlegt tap í skrautlegum leik

Svo var það seinni leikur kvöldsins þar sem við mættum karla liðið Vals, ljóst að það yrði erfiður leikur fyrir okkar menn.  Við urðum fyrir smá áfalli fyrir leik þegar það kom í ljós að Gauti væri veikur og gæti ekki spilað í kvöld.   Það fækkaði aðeins í húsinu ljóst að þessi leiktími hentar barnafólki frekar illa.
Við byrjuðum samt vel voru yfir til að byrja með en náðum ekki alveg tökum á leiknum,  staðan eftir 10 mín. 4-4.  Þá fór aðeins að halla undan, okkur gekk illa að skora og varnarlega gekk okkur erfiðlega að stoppa í götin.  Við misstum Arnar Birki útaf með rautt á 16 mín. sem breytti auðvitað miklu, sennilega galinn dómur eins og svo margt í kvöld en leikmenn eiga ekki að bjóða upp í þennan dans að vera eitthvað að elta í hröðu upphlaupum. Staðan eftir 20 mín. 6-11.
Það var brekka það sem eftir lifði hálfleiksins, við gerðum samt alltaf atlögu að þeim og náðum að minnka muninn í  eitt mark á 28 mín. 11-12, en komumst ekki lengar og staðan í hálfleik 12-15.
Það verður ekki tekið af okkar mönnum að þeir börðust eins og ljón allan hálfleikinn og lögðu allt í leikinn.  Ljóst að síðari hálfleikur yrði strembinn en allt hægt.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ekki nógu vel, misstum þá lengra frá okkur og þurftum að hafa mikið fyrir hverju marki.  Við keyrðu á þá og tókum áhættur sem gengu ekki alltaf upp.  Pínu skraulegur leikur, staðan eftir 40 mín. 16-19.  Munurinn var þetta þrjú, fjögur mörk næstu 8-10  mín. en þá sprungum við aðeins og lentum einhver sjö mörk undir og leikurinn í raun búinn.  Strákarnir hættu samt ekki og reyndu það sem þeir gátu en því miður var það ekki nóg í kvöld.  Lokatölur 24-28.

Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, við náðum aldrei upp nægjanlega stöðugum varnarleik og sóknarlega var erfitt að vera án bæði Gauta og Arnars.  Mér fannst við samt alltaf vera að reyna og það skilað mörgum góðum mörkum en við þurftum að hafa mikið fyrir þeim í kvöld.  Við hefðu líka þurft að fá meiri markvörslu en kannski var hún í takti við varnarleikinn.
Baráttan og framlag leikmanna var til fyrirmyndar og ljóst að ef við höldum áfram á þessum krafti þá mun það skila stigum í hús.
Dómara leiksins minntu helst á sirkusatriði og voru með öllu óskiljanlegir frá upphafi til enda, ótrúlegt að þurfa að horfa upp á svona frammistöðu í efstu deilda handboltans.  Þeir réðu ekkert við þennan leik og því varð þessi leikur eins og hann var, grófur, ljótur og leiðinlegur algjörlega á ábyrgð dómara leiksins.
Næsti leikur er á miðvikudag gegn Fjölni í Dalhúsum, hvetjum alla FRAMara til að mæta og styðja strákana.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum hér á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!