fbpx
arnar-birkir-gegn-grottu-vefur

Afleit frammistaða og slæmt tap í Olísdeild karla

Við FRAMarar lékum í kvöld við hina nágranna okkar þegar við mættum Fjölni í Olísdeild karla en leikið var í Dalhúsum.  Það var mikil spenna fyrir þennan leik en ljóst að hann gæti ráðið úrslitum um veru Fjölnis í deildinni ásamt því að leikurinn var gríðarlega mikilvægur okkur og gæti ráðið því hvort við ættum enn möguleika á því að ná inn í úrslita keppnina.  Auk þess sem sigur myndi tryggja veru okkar í deildinni að ári. Því ljóst að Fjölnir myndi mæta grimmir til leiks.
Það gerðist og leikurinn byrjaði ekki vel, við einhvern veginn ekki klárir í verkefnið. Við gerðum dálítið af mistökum sóknarlega og okkar var refsað fyrir það.  Lentum strax undir og ljóst að andstæðingurinn ætlaði ekki að gefa okkur tommu.  Staðan eftir 10 mín.  6-4.
Við náðum okkur bara ekki á strik eins og menn héldu að þetta kæmi allt af sjálfu sér, ljóst að við þyrftum að gera mun betur. Það gerðist reyndar smátt og smátt þá sér í lagi fyrir góðan leik, Viktors í markinu.  Náðum að jafna leikinn í 9-9 þegar 19 mín. voru liðnar af leiknum.  En þar með lukum við leik í fyrri hálfleik, við lékum gríðarlega illa það sem eftir lifði þessum hálfleik.  Varnarleikur okkar slakur og baráttan í liðinu einfaldlega ekki í lagi. Sóknarlega vorum við slakir og gerðum tvo mörk síðustu 10 mín. hálfleiksins. Staðan í hálfleik 17-12.
Okkar lið bara að spila illa, skil ekki svona hugarfar. Ljóst að við yrðum að gera miklu betur í síðari hálfleik.
Leikur okkar batnaði því miður lítið, sóknar- og varnarleikur okkar bara slakur. Ljóst að okkar leikur væri bara að fjara út, staðan eftir 40 mín. 22-15.  Fátt gott í okkar leik.
Munurinn fór mest í 8 mörk og ljóst að staða okkar var orðin gríðarlega erfið. Við áttum bara fá svör því  miður, staðan eftir 50 mín. 28-21. Það breyttist lítið til loka, við bara að langt frá því að vera góðir í þessum leik. Lokatölur 37-31.
Ég er ósáttur með það hvernig við mættum til leiks í dag, við erum að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og bjóðum upp á svona leik, það er bara ekki í lagi.  Við vorum bara teknir í gegn í kvöld og áttum ekkert skilið úr þessum leik. Ljóst að við þurfum að skoða okkar mál rækilega fyrir næsta leik og það hljóta menn að gera.
Næsti leikur er nefnilega undanúrslit í bikarnum í Laugardalshöll gegn Selfoss og guð hjálpi okkur ef við ætlum að bjóða upp á svona leik þar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!