fbpx
Fagnað

FRAM stelpur komnar í ÚRSLIT Coca Cola bikarsins

Það var bikarslagur í Laugardalshöllinni í kvöld þegar við mættum eyjastúlkum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins. Bikarinn alltaf skemmtilegur, aldrei á vísan að róa og stemming að mæta í Höllina. Það var bara vel mætt en það tók tíma að fá okkar fólk í hús enda leikurinn á vinnutíma.  Það vantaði samt stemmingu í okkar lið og við hefðum mátt láta meira í okkur heyra.

Leikurinn byrjaði bara ljómandi vel, við tókum frumkvæðið gegn framliggjandi vörn ÍBV, það gekk samt ekkert sérlega vel að skora og við að gera slatta af mistökum.  Varnarlega stóðum við vel og Guðrún að verja.  Staðan eftir 15 mín. 5-5.
Við misstum þær í tvígang fram úr okkur en slepptum aldrei takinu og gengum svo á lagið. Við bættum okkar leik, náðum að loka varnarlega og Guðrún að verja vel. Það er hin fullkomna uppskrift og við kláruðum hálfleikinn gríðarlega vel.  Bara frábær kafli hjá stelpunum.

Staðan í hálfleik 11-17. Í heildina góður hálfleikur hjá okkur og útlitið gott en leikurinn bara hálfnaður.

Við byrjuðum vel en misstum svo flugið, vorum bara sjálfum okkur vestar að mér fannst. Það kom eitthvað hik á okkur, misstum marga leikmenn í brottvísanir og dómararnir með smá sýningu sem enginn eftirspurn var eftir. Staðan eftir 45 mín. 20-21. Þá tóku við smá kipp, fórum að spila eðlilega aftur, náðum leiknum  í 3 mörk og að tryggja frumkvæðið í leiknum.  Við spilum bara nokkuð vel út leikinn, sýndu styrk og vorum flottar.
Lokatölur 26-29, nokkuð öruggur sigur staðreynd.

Gríðarlega mikilvægur og flottur sigur, mér fannst við spila í heildina vel, kafli þar sem við vorum ekki alveg á fullu og þá lentum við í vandræðum og dómarar leiksins slakir.
Flott barátta og við ætluðum okkur að vinna þennan leik.  Margir að spila vel, Karen, Sigurbjörg, Lísa, Þórey Rósa og Guðrún allar mjög góðar.  Aðrir leikmenn að skila sínu vel að mér fannst. Flottur leikur stelpur og nú fáum við annan leik á laugardag, sá gefur bikar sem við þurfum að næla í.
Til hamingju FRAM stelpur.

Hvet alla FRAMara til að fjölmenna í Höllina á morgun og svo aftur á Laugardag kl. 13:30. Nánari dagskrá á morgun.

ÁFRAM FRAM

Sjáið myndir úr Höllinn hér http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!