fbpx
Andri bikar vefur

Algjörlega magnaður sigur í Coca Cola bikar karla

Strákarnir mættu Selfoss í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll í kvöld.  Gríðarleg spenna fyrir leiknum og FRAMarar ekki alveg vissir við hverjum mátti búast.
Mjög vel mætt á þennan leik og mikð fjör í höllinni, okkar fólk fór á kostum í kvöld, því líkur stuðningur FRAMarar.
Það er ekki hægt að skrifa um þennan leik, hann var þannig en þeir sem mættu vita hvað ég er að tala um.
Það voru sviftingar í fyrri hálfleik, við óskynsamir sóknarlega, ásamt því að vörn og markvarsla var ekki nægjanlega góð.  Við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við vorum að spila við eitt besta sóknarlið landsins.
Staðan í hálfleik 15-12.

Síðari hálfleikur gekk betur og við náðum smátt og smátt að vinna okkur inn í leikinn, Viktor að verja og meiri yfirvegum í okkar leik ásamt því að spila ágæta vörn. Náðum að jafna leikinn eftir um það bil 50 mín, 19-19.  Þá tókum við frumkvæðið og komumst 3 mörk yfir en réðum ekki alveg við framliggjandi vörn Selfoss og þeir náðu að jafna rétt fyrir lok leiksins.
Við bara klaufar að klára ekki leikinn en lokatölur 23-23.

Framlengt og það var magnaður tími, allir á nálum , fólk horfði ýmist upp í loft eða út í vegg, þetta er svo gaman og sérstaklega þegar vel gengur.  Höllin bara á suðupunkti og allir að gera sitt besta. Lokatölur 27-27.
Hreinlega ótrúlegar 10 mín. sem buðu upp á allt og þá meina ég allt.

Þá var skellt í vítakeppni til að klára þetta, ekki sanngjarnt að vinna á þennan máta en einhvern veginn þarf að klára leikinn. Sem betur fer unnum við skoruðum úr öllum okkar vítum og komnir í úrslit. Lokatölur 31-32.

Margir að spila vel, Viktor, Gauti, Matti og Valdi mjög góður en allir fá hrós fyrir framlagið í þessum leik. Frábært drengir, Til hamingju FRAMarar.

Ég er að segja ykkur það þið megið ekki missa af leiknum á morgun, þ.e leikjunum. Bara ekki hægt að lýsa stemmingunni á svona stundum.  Því líkt fjör og takið með ykkur nesti. Ussssssssssssss.
Fyllum höllina og málum bæinn bláann.

ÁFRAM FRAM

Þessar myndir segja allt sem segja þarf  http://frammyndir.123.is/photoalbums/285389/

Sjáumst á morgun kl. 11:30 í FRAMhúsi……….

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!