fbpx
FRAM Bikar meistarar 2018 vefur

FRAM konur Bikarmeistarar 2018

Jæja hvar á að byrja á þessum mikla bikardegi FRAM, við vöknuðum snemma og fóru seint að sofa í gær. Svo gaman að vera í bikarúrslitum, allir kátir, spenntir og almenn gleði.  Fullt af börnum á svæðinu og þau eru svo spennt og finnst þetta svo mikil upplifun. Hvet ykkur til að skoða allar myndirnar sem Jóhann Kristinsson tekur fyrir okkur. Skoðið þessa slóð http://frammyndir.123.is/pictures/

Við FRAMarar eru allt flottastir og við stóðum undir nafni í dag, vel mætt og bullandi stuðningur á pöllunum.  Gríðarlega gaman að taka þátt í svona degi.

Leikurinn í dag var svo eins og draumur í dós, við kláruðum þennan leik strax í upphafi. Allir að spila eins og þeir gera best. Mér fannst við spila eins og lið og við létum boltan ganga til enda. Veit ekki hvort allir tóku eftir þessu en við bættum við 1-3 þremur sendingum í mörgum af okkar sóknum og það þýddi auðveld mörk og sum gríðarlega flott.
Virkilega gaman að sjá þessa spila mennsku ásamt því að að Guðrún var hreinlega frábær í fyrri hálfleik.
Staðan í hálfleik 14-6.

Ljóst að þessi leikur væri í góðum höndum okkar, en ekki séns að þetta væri búið.

Mínar áhyggjur urðu að engu þegar við byrjuðum síðari hálfleikinn, við spiluðum áfram vel. Strax ljós að við ætluðum að vinna þenna leik.  Mér fannst stelpurnar algjörlega frábærar í þessum leik.  Auðvitað margt sem mátti bæta en við réðum því sem við vildum og höfðum algjöra yfirburði á öllum sviðum handboltans.
Ég hef séð svona leiki í bikarnum og þetta var einn af þeim, annað liðið var heinlega ekki með og við vorum sem betur fer betra liðið.   Lokatölur í dag 30 -16.

Bara virkilega vel spilað hjá okkar stelpum og fátt annað að segja um þenna leik. Við vorum virkilega góðar í þessum leik og gáfum aldrei færi á neinu öðru.

Algjörlega frábær leikur, FRAM BIKARMEISTARI 2018.

Vill ekki segja neitt annað en gott um alla en Guðrún Ósk var frábær, væri samt til í að spila fyrir aftan svona vörn.  Ekkert tekið af Guðrúnu sem var best.

Innilega til hamingju stelpur og við erum óendanlega stolt af ykkur.
Til hamingju stelpur, BIKARMEISTARAR 2018

ÁFRAM FRAM

Allir að skoða síðuna hans Jóa kristins ómetanlegar myndir þar að finna. http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!