fbpx
Bikar karla vefur

Tap í bikarkeppni karla

Jæja hvar á að byrja á þessum mikla bikardegi FRAM, við vöknuðum snemma og fóru seint að sofa í gær. Svo gaman að vera í bikarúrslitum, allir kátir, spenntir og almenn gleði.  Fullt af börnum á svæðinu og þau eru svo spennt og finnst þetta svo mikil upplifun. Hvet ykkur til að skoða allar myndirnar sem Jóhann Kristinsson tekur fyrir okkur. Skoðið þessa slóð http://frammyndir.123.is/pictures/
Við FRAMarar eru allt flottastir og við stóðum undir nafni í dag, vel mætt og bullandi stuðningur á pöllunum.  Gríðarlega gaman að taka þátt í svona degi.

Ég hef bara sama inngang í dag, hverju er hægt að bæta við, ég var með strákunum til miðnættis í gær og allir að undirbúa sig sem best fyrir daginn.

Leikurinn byrjaði vel og við með tök á leiknum en samt pínu óðagot á okkur, það vantaði yfirvegun frá upphafi til enda í dag.  Við náðum ekki að klára þennan hálfleik þrátt fyrir mikla baráttu og vilja.
Varnarleikur okkar ekki nógu góður og Viktor ekki að verja vel. Við bara ekki að að ná okkar best leik.
Staðan í hálfleik 12-16
Ljóst að seinni hálfleikur yrði okkur erfiður nema að við myndum bæta, sókn, vörn og markvörslu.

Það varð raunin við börðumst eins og ljón frá upphafi til enda en ekki alveg með hausinn á, mér fannst eins og við værum ekki alveg klárir í svona leik.  Við náðum ekki að spila sama sem lið og það er það sem við þurfum að laga. Við þurfum að treysta hvor öðrum og finna bestu lausnir fyrir liðið.  Enginn að spila virkilega vel, Svanur flottur en magir sem ullu vonbrigðum og náðu ekki að sýna sitt best.
Barátta og framlag til fyririmyndar allir að gera sitt besta.
Lokatölur í dag 27-35.

Eins og ég sagði við náðum ekki að sýna okkar best leik, margir undir pari en ljóst að margir náðu ekki að höndla pressuna í dag.   Leikurinn hin mesta skemmtuna lengi vel en við náðum ekki að sýna okkar besta.

Gríðarlega stoltur af okkar liði mér finnst þeir frábærir en þeir þurfa sjálfir að taka næsta skref sem er að vera meira „pró“ þá meina ég það sem ég segi.  Þetta eru áskorun til leikmanna.

Óendanlega stolt af ykkur strákar og vill sjá meira

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!