Valinn hefur verið landsliðshópur Íslands sem mætir til leiks í tveimur leikjum í undankeppni EM á móti Slóveníu í þessum mánuði.
Fyrst heima, í Laugardalshöll, miðvikudaginn 21. mars svo ytra sunnudaginn 25. mars.
Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í þessum leikjum.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga þrjá fulltrúa í liðinu að þessu sinni en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Karen Knútsdóttir Fram
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM