Stelpurnar okkar í 3 flokki léku til úrslita í Coka Cola bikarnum í dag. Leikið var í Laugardalshöll og var andstæðingurinn ÍBV. Það var vel mætt á leikinn og fín stemming eins og alltaf í bikarnum.
Leikurinn byrjaði vel fyrir okkar lið, við tókum strax frumkvæðið og vorum yfir 8 – 2, eftir 15 mín.
Við héldu forrustunni til hálfleiks, voru bara miklu betri en andstæðingurinn í fyrri hálfleik. Staðan eftir 30 mín. 14 – 7.
Varnarleikur okkar og markvarsla Heiðrúnar til fyrirmyndar en sóknarlega hefðum við getað gert betur.
Síðar hálfleikur var svo okkar eign frá upphafi til enda. Við héldum áfram að gera feila sóknarlega en vörn og markvarsla í góðu lagi. Við náðum að hleypa aðeins spennu í leikinn þegar við misstum forskotið niður í þrjú mörk en mér fannst aldrei nein hætta í þessu hjá okkur. Lokatölur 25-20 og FRAM stelpur Bikarmeistarar 2018.
Við höfðum yfirburði í þessum leik en kannski nýttum við þá ekki til fulls, Heiðrún flott í markinu, varnleikur okkar góður sóknarlega voru margir að leggja í púkkið og við fengum mörk úr öllum stöðum.
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir var valinn maður leiksins gríðarlega flottur leikur hjá henni í dag.
Til hamingju FRAMarar
ÁFRAM FRAM
Myndir úr leiknum hér http://frammyndir.123.is/pictures/