Í síðustu viku var skrifað undir tveggja ára samning við 22 ára gamlan sóknarmann frá Brasilíu, Frederico Saraiva. Fred eins og hann er kallaður hefur spilað með Sao Paulo RS, Gremio og Operario Ferroviario og hann hefur skorað 12 mörk í 32 leikjum.
Tilkoma Fred til Fram verður til með samstarfi við hina öflugu umboðsskrifstofu Etiminanbrazil sem rekin er af Valdir Sousa sem er vel þekktur í knattspyrnuheiminum. Frá þessu umboðsfyrirtæki hafa farið tugir leikmanna til miðausturlanda og asíu. Fred er hins vegar fyrsti leikmaðurinn sem Etiminanbrazil setur á samning í Evrópu.
Fram hefur ekki áður samið við brasilískan leikmann og verður mjög spennandi að sjá hvernig honum gengur að aðlagast aðstæðum hér á landi. Þess má geta að Fred fór úr 32 stiga hita í Sao Paulo og lentí í 4 gráðu frosti í Keflavík. Viðbrigðin eru því umtalsverð.
Það eru þegar farin að sjást skemmtileg tilþrif á æfingum, Fred er lágvaxinn, mjög hraður, og afar leikinn. Tilkoma hans mun gefa þjálfaranum meiri breidd í hópinn og auka sóknarkraftinn í sumar.
Við bjóðum þennan geðþekka leikmann velkominn í Fram og í íslenska knattspyrnu.