Öll kvennalandslið Íslands í handknattleik verða við æfingar og keppni í alþjóðlegri landsliðsviku í lok mars. A-landslið kvenna muna leika tvo leiki í undankeppni fyrir EM við Slóvena heima 21.mars og að heiman þann 25. mars.
Afrekshópur leikmanna sem leika í Olísdeildinni kemur saman til æfinga 18-22.mars og æfir samhliða A-landsliðinu. U20 ára landsliðið tekur þátt í undankeppni fyrir EM, riðill Íslands verður leikinn í Vestmannaeyjum 23.-25.mars. U18 og U16 ára liðin koma saman til æfinga helgina 23.-25. mars.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga 9 leikmenn í þessu landsliðs og æfingahópum. Við eigum þrjá stúlkur í A landsliði kvenna og auk þess voru eftirfarandi liekmenn valdir til æfinga og keppni sem hér segir:
Afrekshópur kvenna
Steinunn Björnsdóttir Fram
Hulda Dagsdóttir Fram
U20 ára landið kvenna sem tekur þá í undankeppni fyrir HM sem haldið verður í Vestmannaeyjum 23-25.mars
Heiðrún Dís Magnúsdóttir Fram
Lena Margrét Valdimarsdóttir Fram
U18 ára landslið kvenna sem æfir helgina 23-25. mars
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir Fram
Harpa María Friðgeirsdóttir Fram
Gangi ykkur vel, stelpur
ÁFRAM FRAM