fbpx
Þórey Rósa vefur

Skellur í Olísdeild kvenna

Það var „rematch“ í Olísdeild kvenna í kvöld þegar stelpurnar okkar mættu Haukum að Ásvöllum.
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið enda áttu þau bæði möguleika á Deildarmeistaratitlinum. Frekar rólegt á þessum leik eins og það væri bikarþreyta í áhorfendum.
Leikur okkar byrjaði ágætlega en eitthvað slen yfir okkar stúlkum og leikur okkar í samræmi við það, staðan eftir 10 mín. 3-3.
Það gekk svo frekar fátt upp það sem eftir lifði hálfleiks, við hreinlega slakar að mér fannst, sóknarleikur, varnarleikur og markvarsla ekki eins og við getum best.  Staðan í hálfleik 14-10.
Það er bara ekki hægt að spila handbolta af hálfum hug og/eða krafti.  Ljóst að Stefán þyrfti að fara aðeins yfir hlutina í hálfleik.
Það virtist hafa gerst þ.e við mættum betur til leiks og náðum að jafna leikinn í 15-15 eftir 40 mín. Mér fannst eins og við værum að taka yfir leikinn en svo var ekki.  Við klúðruðum dauðafærum aftur og aftur ásamt því að varnarleikur okkar datt aftur niður. Staðan eftir 50 mín. 21-18.
Við héldum svo áfram að klúðra færum og náðum aldrei að ógna þeim að ráði, til þess lékum við ekki nægjanlega vel.  Lokatökur 25-21.
Þessi leikur var bara slakur af okkar hálfu, enginn sem stóð uppúr, algjör meðalmennska í okkar liði. Kannski bikarþreyta og spennufall en svona reynslu mikið lið á ekki að mæta svona til leiks. Guðrún Ósk meidd en það skýrir ekki nýtingu okkar í dauðafærum og daufan varnarleik.
Ljóst að möguleikar okkar á deildarmeistaratitli eru hverfandi, hef svo sem ekki greint það í botni en þurfum sigur í síðasta leik til að tryggja heimaleikja rétt.
Næsti leikur er á laugardag í Safamýrinni gegn ÍBV.
Hvet FRAMara til að mæta og hvetja stelpurnar þær eiga það skilið af okkur.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!