fbpx
Fram TV transparent

Inkasso-deildin í beinni á FRAM TV í sumar

Fram TV og Stöð 2 hafa gert með sér samkomulag um beinar útsendingar frá leikjum Fram í Inkasso-deildinni.

Samkomulagið felur í sér að Fram TV má sýna frá öllum leikjum sem ekki verða í beinni á sportstöðvum Stöðvar 2. Einnig hefur Fram TV heimild til að sýna frá öllum leikjum Aftureldingar/Fram í 1.deild kvenna. Þetta þýðir aukin verkefni fyrir Fram TV í sumar sem er fagnaðarefni.

Fram TV er sjónvarpstöð sem ætlað er að þjónusta Knattspyrnufélagið Fram með beinum útsendingum og þáttagerð frá leikjum félagsins í afreks- og yngriflokkum. Stöðin er frjáls og óháð allt sem þar kemur fram þarf ekki að endurspegla skoðanir félagsins. Knattspyrnufélagið Fram ber á engan hátt ábyrgð á skoðunum þáttagerðamanna.
Sjónvarpsstjóri Fram TV er Kristinn Steinn Traustason.

Ný heimasíða komin í loftið

Ný heimasíða fyrir Fram TV komin í loftið. Henni er ætlað að halda utan um verkefnið og þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um Fram TV. Þetta mun þróast með tímanum.

Leitað að stuðningsaðilum og áhugasömu fólki

Fram TV leitar að stuðningsaðilum til að styrkja tækjakaup og rekstur stöðvarinnar. Þar sem öll vinna og tækjakaup eru í sjálfboðavinnu leitar Fram TV að styrktaraðilum til að gera útsendingar stöðvarinnar enn öflugri og skemmtilegri. Þeim sem hafa áhuga á að koma að þessu verkefni er bent á að hafa samband við framtv.iceland@gmail.com eða í síma 697-5278. Þá leitar Fram TV einnig að áhugasömu fólki til að koma að framleiðslu á efni, bæði þáttum og beinum útsendingum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!