Stelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV í lokaleik Olísdeildarinnar á heimavelli í dag. Enn bikarþreyta í okkar áhorfendum og frekar illa mætt.
Leikurinn hafði því miður ekki mikla þýðingu fyrir okkur en mikilvægt að ná sigri eins og alltaf.
Leikurinn byrjaði frekar rólega, lítið skorað en við algjörlega með tökin á leiknum varnarlega. Það er gríðarlega mikilvægt í handbolta og þær náðu ekki að skora mark fyrr en á elleftu mínútu leiksins. Við náðum alltaf að setja mörk, þrátt fyrir að vera að brenna af dauðafærum. Staðan 8-2 eftir 15 mín.
Við vorum pínu klaufar sóknarlega það sem eftir lifði hálfleiks, vorum að fara mjög illa með góð færi. Varnarlega slökuðum við á en Guðrún góð í markinu. Hefðum með réttu átt að vera mun meira yfir í hálfleik. Hálfleikstölur 14-8.
Ljóst að þessi leikur væri í okkar höndum og algjörlega undir okkur komið hvernig hann myndi enda.
Fyrstu 15 mín. leiksins voru ekki vel leiknar, gríðarlega mikið af mistökum og bara ekki góður handboltaleikur. Við náðum samt að halda í horfinu en ekkert meira en það. Dómarar leiksins að taka sína syrpu, langaði eitthvað að vera áberandi og litu ekki vel út fyrir vikið. Staðan eftir 45 mín. 21-15.
Leikurinn breyttist lítið, var svo sem aldrei spurning hvernig þetta færi en mér fannst síðar hálfleikur ekki vel leikinn. Varnarlega vorum við fínar en alltof mikið basl á okkur sóknarlega.
Lokatölur í dag 28-23.
Flottur sigur í dag og mikilvægt að taka annað sætið í deildinn sem tryggir heimaleikjaréttinn allavega til að byrja með. Góður fyrri hálfleikur kláraði þennan leik í dag.
Nú tekur við ný keppni, úrslitakeppnin, hún hefst strax eftir páska og ég er bara ekki alveg með á hreinu hverjum við mætum en hef grun um að það verði Haukar.
ÁFRAM FRAM
Myndir úr leiknum hér http://frammyndir.123.is/pictures/