Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en hópurinn telur 20 leikmenn, 18 þeirra munu taka þátt í Golden league í Noregi 5.- 8. apríl næstkomandi.
Leikjaplan íslenska liðsins í Noregi verður sem hér segir:
Fim. 5. apr. 16:15 Noregur – Ísland
Lau. 7. apr. 13:30 Danmörk – Ísland
Sun. 8. apr. 13:30 Ísland – Frakkland
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum æfingahópi en Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn frá FRAM að þessu sinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Gangi þér vel Viktor Gísli
ÁFRAM FRAM