Strákarnir okkar í handboltanum mættu ÍR í Olísdeildinni í kvöld. Leikið var í Austurbergi, ekki vel mætt og frekar dauf stemming í húsinu. Það rættist aðeins úr þegar á leikinn leið og smá líf í húsinu á undir lokin. Leikurinn mikilvægur fyrir okkar því við þurftum nauðsynlega á stigi að halda til að tryggja veru okkar í efstu deild að ári.
Við byrjuðum ágætlega í kvöld en mér fannst fljótt eins og við ætluðum ekki að gera þetta af heilum hug. Það vantaði allan kraft og vilja í okkur sem er aldrei gott. Staðan eftir 15 mín. 7-5.
Við náðum aldrei neinu flugi í þessum hálfleik, varnarleikur okkar mjög gloppóttur og sóknarlega vorum við ekki á fullu og ekki að spila saman sem lið. Þarf af leiðandi náðum við illa að koma okkur í góð færi og sóknarleikur okkar fálmkenndur. Staðan í hálfleik 15-11.
Frekar slakur hálfleikur hjá okkar strákum og ljóst að við þyrftum að gera mun betur í þeim síðari.
Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og fátt sem benti til þess að við ætlum að gera einhverja atlögu að sigri í kvöld. Eins og mönnum væri slétt sama, ekki rétti andinn í okkar liði.
Staðan eftir 45 mín. 21-17.
Þá kviknaði aðeins á okkur, við náðum að standa nokkrar varnir en gekk illa að nýta það til að byrja með. Það kom svo smátt og smátt því við náðum að jafna leikinn þegar 6,5 mín. voru eftir af leiknum og þegar 5 mín. voru eftir var staðan 25-25. Við náðum því miður ekki að halda þetta út til þess vantaði bara vilja og liðsheild í kvöld. Lokatölur 31-27.
Ég var frekar ósáttur við okkar lið í kvöld, svekktur með kraft- og baráttuleysið í liðinu. Við nenntum ekki eins sinni að taka fráköst. Ljóst í mínum huga að við getum mikilu meira og í ljósi þess að leikurinn var mikilvægur var okkar leikur vonbrigði. Viktor stóð uppúr var fínn, Arnar Birkir slakur í fyrri hálfleik en tók góða syrpu í þeim síðari og sýndi sitt rétta andlit en hélt ekki út. Andri var að reyna að mér fannst aðrir vorum bara í meðalmennsku sem er ekki ásættanlegt.
Núna er samt ljóst að við spilum áfram í efstu deild sem er frábært og afskaplega jákvætt.
Næsti leikur er á miðvikudag á heimavelli gegn ÍBV og verður jafnframt okkar síðasti leikur á þessu keppnistímabili. Hvet alla FRAMara til að mæta á leikinn og styðja strákana þeir þurfa á okkur að halda og eiga það skilið þrátt fyrir allt. Sjáumst á miðvikudag.
ÁFRAM FRAM