fbpx
anna og lukas nóv vefur

Anna Jasmine tók gull um helgina

Um helgina var haldið Íslandsmótið í kyorugi, eða bardaga hluta taekwondo. Fram átti þar þrjá keppendur sem allir voru að keppa í fyrsta sinn á Íslandsmóti og stóðu allir sig með prýði.
Þeir Þorsteinn Bergmann Jóhannsson og Bjarki Kjartansson voru að keppa í fyrsta sinn í bardaga og hlutu þeir silfur og brons hvor í sínum flokki senior keppenda.
Anna Jasmine Njálsdóttir keppti í cadet flokki og gerði sér lítið fyrir og vann gull og þar með Íslandsmeistaratitil í sínum flokki. Anna Jasmine er reyndur keppandi og hefur oft unnið til verðlauna bæði í bardaga og tækni, en er hér að keppa á Íslandsmóti í fyrsta sinn því til að geta keppt á Íslandmóti þurfa keppendur að verða 12 ára á árinu. Anna er í barnalandsliðinu í bardaga og er óhætt að segja að mikið efni sé hér á ferð.

Taekwondo deild Fram óskar keppendum innilega til hamingju með góða framistöðu á mótinu.

Þess ber einnig að geta að um næstu helgi, laugardaginn 24. mars verður hið árlega páskamót Fram haldið í Ingunnarskóla í Grafarholti. Páskamótið er skemmtilegt barnamót þar sem gleðin ræður ríkjum og er gestum og gangandi velkomið að kíkja við í Ingunnarskóla á meðan húsrúm leyfir og kynnast þessari skemmtilegu fjölskylduíþrótt.

Stjórn TKD Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email