fbpx
Valdi gegn ÍBV vefur

Drama og spenna í Safamýrinni

Strákarnir okkar í handboltanum mættu ÍBV í síðasta leik okkar í Olísdeildinni í vetur.  Það var ekkert í húfi fyrir okkur nema heiðurinn en ÍBV þurfti sigur til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Vel mætt af eyjamönnum og konum en heldur fátt hjá okkur í byrjun, það rættist reyndar úr og fínn stuðningur á pöllunum í kvöld.
Leikurinn var skemmtilegur, bullandi sóknarbolti en lítið um varnir í fyrri hálfleik. Við að spila ágætlega og náðum að leysa varnarleik ÍBV með príði. Staðan eftir 15 mín. 8-9.
Allir að leggja sig fram og stemming í okkar liði.  Við keyrðum á þá óhræddir og gerðum mikið af góðum mörkum. Náðum að komast þrjú mörk yfir 15-12 og leiddum í hálfleik 19-17.
Að mörguleiti fínn leikur hjá okkur, fátt um varnir en líklegt að það lið sem næði upp varnarleik myndi landa sigri ?
Við byrjuðum síðari hálfleik vel, héldum frumkvæðinu og vorum að spila vel. Staðan eftir 40 mín. 24-21.  Það var fátt sem benti til þessa að við ætluðum að sleppa takinu á þessum leik.  En þá kom vondur kafli hjá okkur, við gerðum okkur seka um klaufa mistök sem gáfu ódýr mörk og þeir náðu að jafna leikinn

Staðan eftir 50 mín. 27-27.  Þarna vantaði yfirvegun í okkar leik, því þeir þurftu að taka sénsa ekki við.
Liðin skiptust svo á að hafa forrustu og munurinn aldrei meira en eitt mark, staðan eftir 55 mín. 32-31.  Leikurinn svakalega spennandi og allt á suðupunkti í Safamýrinni.  Við vorum tvö yfir þegar tæpar þrjár mín. voru eftir 33-31 en lengra fórum við ekki í kvöld. Við náðum ekki að skora meira og ÍBV setti sigurmark á loka mín. leiksins, lokatölur 33-34. Svakalega svekkjandi.
Við vorum klaufar að klára ekki þennan leik, misstum aðeins kjarkinn undir lokin sem er ólíkt okkur eða kannski var þetta bara bölvuð óheppni.  Mér fannst við flottir í þessum leik, hefði viljað sjá betri varnarleik en skemmtilegur leikur þó hann hafi endað svona.
Margir að spila vel, Arnar Birkir frábær á köflum en þarf að vanda sig meira, Valdi og Andri Þór flottir ásamt því að Aron Fannar stóð sig vel í vörninn. Allir að leggja sig fram og ef við höldum þessum hópi þá er ljóst að þetta lið getur bætt sig verulega.
Mig langar að þakka strákunum fyrir veturinn, við hefðum getað gert betur og þurfum að vinna í því að ná stöðuleika í okkar lið.  Ég hef bullandi trú á ykkur, takk fyrir veturinn, drengir.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknumm hér http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!