Á morgun þriðjudag kl. 18:30 mætir meistaraflokkur karla í knattspyrnu Fylkismönnum í æfingaleik á gervigrasvelli þeirra Fylkismanna í Árbænum.
Framarar eru hvattir til að mæta á leikinn og styðja sína menn. Nú styttist í sumarið og gaman að sjá hvernig liðið kemur undan vetri.
Þetta er annar æfingaleikurinn á stuttum tíma. Síðasta miðvikudag var leikið gegn ÍR-ingum í Breiðholtinu og skoraði Helgi Guðjónsson bæði mörkin í 1-2 sigri Fram.
Næsti mótsleikur er svo bikarleikur gegn Ármanni laugardaginn 14. apríl.