fbpx
FRAM Fylkir II vefur

Fylkir – Fram á þriðjudag kl. 18:30

Á morgun þriðjudag kl. 18:30 mætir meistaraflokkur karla í knattspyrnu Fylkismönnum í æfingaleik á gervigrasvelli þeirra Fylkismanna í Árbænum.

Framarar eru hvattir til að mæta á leikinn og styðja sína menn. Nú styttist í sumarið og gaman að sjá hvernig liðið kemur undan vetri.

Þetta er annar æfingaleikurinn á stuttum tíma. Síðasta miðvikudag var leikið gegn ÍR-ingum í Breiðholtinu og skoraði Helgi Guðjónsson bæði mörkin í 1-2 sigri Fram.

Næsti mótsleikur er svo bikarleikur gegn Ármanni laugardaginn 14. apríl.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0