fbpx
Óli Haukur vefur

Ólafur Haukur Júlíusson semur við FRAM

Handknattleiksdeild FRAM gekk í dag frá samningi við  Ólaf Hauk Júlíusson. Ólafur Haukur sem leikur í stöðu skyttu, er fæddur árið 2000 og er því á 18 ári.

Ólafur Haukur hefur æft og spilað fyrir FRAM frá unga aldri og hefur orðið Íslandsmeistari með yngriflokkum FRAM. Ólafur Haukur hefur leikið 17 leiki með yngri landsliðum Íslands ásamt því að leika 5 leiki fyrir meistaraflokk félagsins.

Handknattleiksdeild FRAM fagnar þessum samningi við Ólaf Hauk en samningurinn er til tveggja ára og verður spennandi að fylgjast með þessu efnilega dreng á komandi árum.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!