fbpx
Ragnheidur gegn ibv II vefur

Góður sigur á ÍBV í kvöld

Stelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV í undanúrsltum Olísdeildarinnar í kvöld.  Leikið var á heimavelli og var vel mætt á leikinn.  Alltaf smá spenna fyrir svona leiki,  mikilvægt að byrja vel  og ná sigri á heimavelli.
Við byrjuðum leikinn vel, það var fínn kraftur í okkur og okkur gekk vel að skora. Varnarlega vorum við að prufa 3-3 vörn en hún gekk ekki alveg upp, við erum samt með mannskap til að þróa þessa vörn áfram.
Eins og áður sagði gekk okkur ágætlega að skora en varnarlega vorum við eins og svo oft áður ekki alveg á fullu.  Staðan eftir 15 mín. 9-7. Ragnheiður funheit og að skjóta vel.
Við náðum aldrei að hrista þær af okkur, við vorum að gera töluvert af mistökum sem gerði okkur erfitt fyrir og leikurinn jafnari fyrir vikið.  Staðan í hálfleik 17-13.
Við hefðum getað gert betur í þessum hálfleik en mér fannst við hafa algjör tök á leiknum.
Síðari hálfleikur var svipaður, við yfir þetta fjögur til fimm mörk, náðum einhvern veginn aldrei að hrista þær af okkur.  Það vantaði grimmd í okkur til að klára þetta í bland við óþarfa mistök.  Staðan eftir 45 mín. 24-20.  Þær náðu að minnka muninn í tvö mörk á kafla en við bættum þá í og kláruðum þennan leik nokkuð sannfærandi, 32-27.
Ekkert sérlega góður leikur hjá okkur en alltaf erfitt að byrja svona seríu og ekki gleyma því að eyjastelpur eru með nokkra mjög góða leikmenn sem leggja allt í leikinn.  Mér fannst við geta gert betur en gerðum líka mikið af góðum mörkum, varnarlega vorum við gloppóttar og Guðrún dálítð eins og vörnin.
Sigurinn var það mikilvægasta í þessum leik, það er það sem þetta gengur út á, mér fannst hann í raun aldrei í hættu og gríðarlega sterkt að byrja á sigri.  Vel gert stelpur.
Næsti leikur er strax á fimmtudag í eyjum og verður væntanlega erfiðari, þá þurfum við að vanda okkur aðeins meira og þétta varnarleikinn.  Held að varnarleikurinn muni skilja að liðin í þessari rimmu.

ÁFRAM FRAM

Myndir  úr leiknum hér http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!