fbpx
Guðrún Ósk gegn ÍBV vefur

Tap í eyjum

Í kvöld var leikur tvö í undanúrslita einvígi okkar stúlkna gegn ÍBV en að þessu sinni var leikið í eyjum.  Fín stemming í eyjum eins og oftast, eyjamenn/konur styðja alltaf vel við bakið á sínu fólki.
Eins frétti ég af nokkrum diggum Frömurum á svæðinu sem létu þó lítið fyrir sér fara.
Leikurinn byrjaði frekar rólega liðunum gekk illa að skora en varnarleikur okkar til fyrirmyndar.  Vörn og markvarsla í góðu lagi en við í smá vandræðum sóknarlega. Staðan eftir 15 mín. 3-8.
Sóknarleikur okkar lagaðist smátt og smátt, fórum aðeins í tæknifeila en þurftum samt að hafa töluvert fyrir hverju marki. Við gerðum ekki mark á um 10 mín. á kafla,  þrátt fyrir ágæt færi. Varnarlega vorum við góðar og Guðrún fín. Staðan í hálfleik 9-13.
Pínu erfiður hálfleikur og allt opið, ljóst að við þyrftum að spila vel í þeim síðari ef við ætluðum að ná sigri.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn ekki nógu vel, vorum að fara illa með nokkuð góð færi ásamt því að tapa boltanum, við buðum upp í dans. Það var sem sagt allt í járnum og eyjastúlkur náðu að jafna leikinn í 15-15 eftir 40 mín.  Við í vandræðum. Okkur gekk ekkert að skora gerðum þrjú mörk á fyrsti 15-16 mín. hálfleiksins ásamt því að fá á okkur ódýr mörk.  Varnarleikur okkar hélt samt að mestu en við farnar að elta. Staðan eftir 50 mín. 18-17.
Lokakafli þessa leiks var ekki góður,  okkur gekk ekkert að skora, við gríðarlega fyrirsjáanlegar í öllum okkar leik og lítil hreyfing á leikmönnum.  Varnarlega stóðum við ágætlega en við skoruðum bara ekki. Lokatölur 23-20.
Það hreinlega slokknaði á okkar stúlkum í seinni hálfleik og þær pökkuðu okkur saman. Við ótrúlega daufar og vantaði allan vilja í liðið.  Við ekki líkar sjálfum okkur.  Leikurinn var erfiður sem er eðlilegt í undanúrslitum auk þess að spila á erfiðum útivelli en ég hefði vilja sjá miklu meira framlag frá nokkrum leikmönnum.  Guðrún Ósk sú eina sem lék af eðlilegri getu.
Nú er staðan í einvíginu 1-1, næsti leikur er á heimavelli okkar í Safamýri á sunnudag kl. 16:00.
Sjáumst á sunnudag.

ÁFRAM FRAM

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!