fbpx
Karen gegn ÍBV vefur

Hörkusigur í Safamýrinni

Stelpurnar okkar mættu ÍBV á heimavelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar í handbolta. Vel mætt á leikinn og bullandi stemming í húsinu, alltaf gaman að vera í úrslitum.
FRAMarar pínu kvíðnir eftir tapið í eyjum en okkar lið ekki alveg náð að sýna sitt rétta andlit í þessari seríu.
Leikurinn byrjaði vel og fyrstu 25 mín. leiksins voru okkar eign, stelpurnar að spila gríðarlega vel að mér fannst.  Mikil yfirvegun í okkar sóknarleik lengi vel, allir að spila vel, fátt um mistök og flæðið í okkar spili gott. Varnarlega vorum við fínar og Guðrún fín.
Okkur gekk vel að finna leiðina að markinu þó leikurinn hafi verið jafn til að byrja með síðan tókum við völdin og þetta leit virkilega vel út.  Það kom smá bakslag í okkar leik  undir lok hálfleiksins en staðan í hálfleik góð, við yfir 15-12. Pínu klaufar að halda þessu ekki í 5-6 mörkum.
Flottur hálfleikur en ljóst að andstæðingurinn  ætlaði ekki að gefa neitt og við verðum að taka það með í reikninginn að við erum að spila við virkilega gott lið sem berst endalaust.
Síðari hálfleikur var ekki eins góður og við getum sjálfum okkur um kennt því við lögðum þetta dálítið upp í hendurnar á þessu baráttuglaða lið.  Við misstum þessa yfirvegun sem einkenndi okkar leik í fyrri hálfleik og gerðum aragrúa af misstökum og hleyftum þeim inn í leikinn.
Við byrjuðum ágætlega og vorum yfir 22-17 eftir 40 mín. en þá kom mjög vondur kafli þar sem allt gekk á afturfótunum, við misstum algjörlega hausinn í c.a 10 mín. Þetta þurfum við að laga því það er svo auðvelt að missa niður forskot í handbolta.
Við kláruðum samt þennan leik en þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því.   Lokatölur 27-25
Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og margt gott um hann að segja, sóknarleikur okkar í fyrri hálfleik góður, varnarleikur okkar að mestu góður eins sýndum við góðan karakter með því að koma tilbaka undir lokin og klára leikinn.  Það er áhyggjuefni afhverju við missum svona hausinn og gerum öll þessi óskiljanlegu misstök í öllum regnbogans litum.  Við verðum bara að komast yfir þetta og ná heildstæðum leik, við erum með svo reynt lið að við eigum hreinlega ekki að falla á þetta plan, þetta verða leikmenn að fara yfir í sínum kolli hver og einn.
Annars frábær sigur í erfiðum leik, flott barátta góður karakter en getum gert betur.
Næsti leikur verður svo í eyjum á miðvikudag kl. 18:00,  þá verðum við að sýna okkar besta og sennilega aðeins betur en það.
Við erum að kanna með hópferð á leikinn en nánar um það á morgun.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!