fbpx
steinunn-gegn-selfoss-god-vefur

Frábær sigur í eyjum og FRAM stelpur komnar í úrslit

Stelpurnar okkar voru aftur mættar til eyja í dag  til að leika fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar.  Stelpurnar fóru í þetta skiptið um Landeyjahöfn en alveg óvíst hvort þær nái sömuleið heim í kvöld.   Von var á einhverjum stuðningsmönnum FRAM á leikinn en Herjólfur bætti við ferð þannig að hægt væri að mæta á leikinn og ná heim aftur.  Þökkum við FRAMarar kærlega fyrir þessa þjónustu og vonum að allir nái heim aftur.
Leikurinn byrjaði rólega ekki mikið skorað, eyjastúlkur að spila 7 á 6 í sókn og það krefst mikillar vinnu varnarlega fyrir okkar lið.  Varnarleikurinn bara í fyrirrúmi í byrjun leiks hjá báðum liðum.  En þetta breyttist og leikurinn fór að hressast, staðan eftir 15 mín. 6-6.
Við þurftum að hafa mikið fyrir hverju marki og mörg mörk eftir hraða miðju eða í seinnibylgju en okkur gekk hreinlega illa að skora í uppstilltri sókn.  Mér fannst vanta miklu meiri grimmd og vilja í okkar lið.
Enginn í því að vinna mann og koma hreyfingu á varnarleik eyja stúlkna.  Staðan í hálfleik 12-11.
Rosalega lítið líf í okkar sóknarleik, Karen að reyna en ekki mikið líf í öðrum.  Ljóst að við þyrftum að setja miklu meiri kraft og vilja í seinni hálfleikinn ef ekki ætti illa að fara.  Varnarlega vorum við góðar og Guðrún í fínum málum.
Við byrjuðum ágætlega í síðari hálfleik vorum fljótar að jafna leikinn og komast yfir en leikurinn í járnum. Þetta var bara brátta eins og við mátti búast þegar tvö jöfn lið mætast og allt er undir.  Við náðum svo að komast yfir tvö mörk, aðeins meiri kraftur í okkur sóknarlega.  Staðan eftir 40 mín. 15-17.
Sigurbjörg að spila vel og að koma meiri hreyfingu á okkar sóknarleik sem Ragnheiður og fleiri náðu að nýta sér.  Meiri kraftur í okkar liði og varnarleikurinn hélt vel.  Staðan eftir 50 mín. 19-22.
Lokakafli leiksins var svo hörkugóður við virkilega líflegar, Ragnheiður og Karen tóku afskarið.  Við kláruðum þennan leik bara nokkuð sannfærandi þegar við jukum hraðan og gerðum okkar árásir af fullum krafti.  Miklu meiri kraftur í okkur í síðari hálfleik sem skilaði góðu sigri 24-27.

Það var varnarleikur og markvarsla sem vann þennan leik, við vorum virkilega góðar í vörn og Guðrún góð allan leikinn.  Sóknarleikur okkar í síðari hálfleik fínn og þá náðum við að hrista þær af okkur.  Virkilega vel gert á erfiðu útivelli gegn góðu liði ÍBV.

Þá eru það bara úrslitin FRAMara get varla beðið eftir því fjöri öllu.

Til hamingju stelpur, flottur sigur og góða ferð heim.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!