fbpx
hildur

Tap í frekar döprum leik að Hlíðarenda

Hæ hó jibbi jei það er kominn 17 apríl en í kvöld hófst úrslitasería FRAM og Vals í Olísdeild kvenna.  Það var því þjóðhátiðarspenna í Frömurum þegar við mættum að Hlíðarenda í dag. Þokkalega mætt af okkar fólki en góður stuðningur að vanda.
Mjög mikilvægt að byrja þessa seríu vel og taka frumkvæðið strax í upphafi.  Ljóst að leikurinn yrði erfiður enda tvö bestu handboltalið landsins að mætast.
Leikurinn byrjaði bara vel, ágætis kraftur í okkar liði og mér fannst góð holling á liðinu.  En svo misstum við hausinn sóknarlega, vorum  að gera mikið af mistökum og  fórum illa með fín færi. Varnarlega vorum við ekki að standa nógu vel, vorum ekki að halda skipulagi.  Við áttum bara erfitt í uppstilltum sóknarleik og gekk illa að skora. Staðan eftir 15 mín. 7-3.   Ferlegt að byrja svona.  Við lentum 6 mörkum undir 9-3 og útlitið bara ekki gott. Náðum svo  að vinna okkur inn í leikinn þrátt fyrir að vera ekki að spila nógu vel.
Staðan í hálfleik 13-12.
Við ekki nógu sannfærandi í þessum hálfleik, vantaði yfirvegun og einbeytingu.  Ljóst að við þyrftum að spila betur þeim síðari en samt sterkt að koma tilbaka fyrir hlé.
Síðari hálfleikur byrjaði bara fjörlega, náðum fljótlega að jafna leikinn og fjörið hélt áfram.  Okkur gekk heldur betur að skora og fengum tækifæri til að komast yfir sem við nýttum ekki.  Staðan eftir 45 mín. 19-19.  Varnarleikur okkar gloppóttur og Guðrún oft verið sterkari. Þetta var bara bölvað streð áfram, við ekki að nýta færin og vantaði meiri yfirvegum og skynsemi í okkar lið.  Lentum aftur undir þrjú mörk og dómarar leiksins að taka völdin með algjörum fíflagangi.  Fjórar brottvísanir sem voru allar með öllu óþarfar enda leikurinn prúðmannlega leikinn.  Svo kom eftirlitsmaðurinn sterkur inn að venju, þvílíkt bíó alltaf.  Við í bölvuðum vandræðum og fjórum undir 24-20 þegar 5 mín. voru eftir.
Við náðum aldrei að brúa þetta bil, til þess vorum við ekki að spila nógu vel. Fórum illa með góð færi, man ekki hvað við skutum oft framhjá og að velja vond færi.  Lokatölur í kvöld 25-22.
Í heildiina ekki nógu góður leikur hjá okkar stelpum, fórum illa að ráði okkar sóknarlega, varnarlega ekki nógu þétta og markvarslan ekki á pari.  Mér fannst of margir leikmenn spila undir væntingum, Ragnheiður og Hildur á pari aðrir eiga heilmikið inni.
En það þýðir ekkert að hengja haus, stutt í næsta leik, hann verður á heimavelli á fimmtudag kl. 16:00.  Við FRAMarar verðum hreinlega að fylla kofan og hvetja stelpurnar áfram, þær eiga það skilið.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!